Fleiri fréttir

Harmur á Siglufirði - kyrrðarstund í kvöld

Stúlkan, sem lenti í umferðaslysi á Siglufirði í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum, er ekki lífshættu. Ekið var á þrjár stúlkur á Langeyrarvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að ein þeirra lést.

SUS harma Hörpulán

Ungir sjálfstæðismenn harma að ríkið og Reykjavíkurborg hafi ákveðið að veita 730 milljón króna láni til Hörpu samkvæmt ályktun sem sambandið sendi frá sér í morgun.

Fundu hass við húsleit í Árnessýslu

Lögreglan á Selfossi fann 40 grömm af hassi við húsleit í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi og leikur grunur á að efnið hafi verið ætlað til sölu.

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.

Flestir vilja slíta viðræðum

50,5% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir útgáfufélagið Andríki. Andríki heldur úti vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar eru 35,3% andvígir því að viðræðunum verði slitið og 14,2% eru hvorki fylgjandi né andvígir. Könnunin var gerð 10.-14 nóvember og svörðuðu 879 einstaklingar.

Kennari fékk 1600 þúsund í bætur

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að greiða fyrrverandi kennara við Brekkubæjarskóla 1600 þúsund krónur í bætur vegna ráðningar í kennarastarf við skólann. Kennarinn var lausráðinn við skólann en sótti um fastráðningu þegar starf var auglýst laust til umsóknar. Kennarinn var ekki fastráðinn í starfið. Kennarinn kærði málið til menntamálaráðuneytisins á þeirri forsendu að skólastjórinn hafði útilokað sig í starfið áður en ráðningarferlinu var lokið. Menntamálaráðuneytið féllst á málatilbúnað kennarans og úrskurðaði að ranglega hefði verið staðið að ráðningunni.

Fljúga með alvarlega veikt barn

Sjúkraflugvél Mýflugs flýgur með alvarlega veikt barn til Danmerkur, nánar tiltekið til Árósa á Jótlandi, nú í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu er ráðgert að vélin lendi með sjúklinginn laust eftir miðnætti að íslenskum tíma. Heildarflutningsleið sjúklingsins eru rúmir 2500 kílómetrar.

Vill efla íþróttaferðamennsku

Ísland þarf að nýta betur þau tækifæri sem hér bjóðast til íþróttaferðamennsku, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vill að málið verði rætt á Alþingi og hefur beint fyrirspurn til menntamálaráðherra um það hvaða hefur verið gert til þess að efla íþróttaferðamennsku hér á landi. Þar segist hann ekki síst eiga við golf og vetraríþróttir.

Landsbjörg vill miðunartæki fyrir GSM síma

Slysavarnarfélagið Landsbjörg íhugar kaup á miðunartæki fyrir GSM síma. Slíkt tæki kostar átján milljónir króna. Hugsanlegt er að slíkt tæki hefði haft áhrif í leitinni að sænskum ferðamanni á Sólheimajökli í síðustu viku.

Sara komin fram

Sara Kristín Sraidi, sem lögreglan lýsti eftir í kvöld, er komin fram.

Kristín Marja fékk Verðlaun Jónasar

Kristín Marja Baldursdóttur fékk afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Það var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin.

22 þúsund á Þór

Teiknimyndin Þór virðist ætla að gera harða atlögu að þriðju Sveppa-myndinni, en alls hafa 22 þúsund gestir séð þessa rándýru teiknimynd, sem var sjö ár í vinnslu. Sveppi er þó enn með í baráttunni, en rúmlega þrjátíu þúsund gestir hafa séð fjölskyldumyndina sem var "ögn“ ódýrari en teiknimyndin frá Caoz. Aðstandendur Borgríkis geta einnig vel við unað, fimmtán þúsund gestir hafa séð myndina. Þá hafa rúmlega átta þúsund séð Eldfjall Rúnars Rúnarssonar sem hlaut enn eina rósina í hnappagatið um helgina því hún fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Denver.

512 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli í október

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 512 jarðskjálftar í október samkvæmt greiningu sem finna má á heimasíður Veðurstofu Íslands. Þar af voru um 380 skjálftar undir Kötluöskjunni, um 70 undir vesturhluta jökulsins og um 50 undir Hafursárjökli suður af öskjunni.

Búið að reka sjóníðingana - útgerðin vottar fjölskyldu samúð sína

Eigendur og starfsfólk útgerðarfélagsins Saltvers ehf. eru harmi slegnir yfir þeirri kynferðislegu áreitni sem 13 ára gamall drengur varð fyrir um borð í skipi félagsins sumarið 2010 og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðinni.

María Lilja um nærfatamæðgur: Auglýsing með margar klámtilvísanir

„Þykir okkur ekki undarlegt að stilla upp móður og dóttur í kynþokkafullum nærklæðum í auglýsingu og eru það ekki eðlileg viðbrögð allra að staldra aðeins við og spyrja nokkurra siðferðisspurninga?“ spyr femínistinn María Lilja Þrastardóttir, sem gagnrýnir íslensku mæðgurnar sem voru í nærfataauglýsingu á vegum undirfatafyrirtækisins The Lake & Stars.

Segir systur sína hafa séð Júlla í Draumnum fyrir lyfjum

Júlíus Þorbergsson í Draumnum geymdi ekki lyfseðilsskyld lyf fyrir vinkonu sína eins og hann hefur fullyrt, heldur keypti hann þau reglulega af henni. Þetta sagði bróðir konunnar fyrir dómi í gær. "Hann var ekki að geyma neitt fyrir hana, hún var að selja honum lyf,“ sagði bróðirinn. "Ég vildi bara ekki að hún væri höfð fyrir rangri sök.“

Segir farsíma í fæðingarorlofi jafnréttismál

"Þó að borgarfulltrúi fari í leyfi eða orlof fer hann ekki úr starfi sínu, áfram svarar hann erindum, símtölum, fundum og tölvupósti,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. Þorbjörg spurðist fyrir um það hjá forsætisnefnd borgarinnar hvort breyta mætti reglum um símanotkun þannig að borgarfulltrúar fengju greiddan farsímakostnað í fæðingarorlofi. Því var hafnað á fundi nefndarinnar eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Sjálf er Þorbjörg barnshafandi og í leyfi. Fæðingarorlof hennar er þó ekki hafið eins og sagði í blaðinu.

Líst illa á hugmynd borgarstjóra

Forsvarsmenn fimm af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu líst frekar illa á hugmyndir borgarstjórans í Reykjavík um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Álftaness er sá eini sem er áhugasamur um sameiningu. Aðrir segja hugmyndina illa ígrundaða eða úrelta tálsýn.

Lýst eftir Söru

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söru Kristínu Sraidi. Talið er að hún sé klædd í bláa peysu en ekki vitað hvernig hún er klædd að öðru leyti. Sara er 168 sentimetrar á hæð, grannvaxin og um 60 kílógrömm að þyngd. Hún er með brún augu og brúnt axlarsítt hár. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á mánudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Betra Ísland opnaði í dag

Betra Ísland er nýr samráðsvefur fyrir Íslendinga, byggður á sama grunni og Betri Reykjavík. Vefurinn var opnaður í hádeginu í dag á Austurvelli. Tilgangur hans er að tengja saman almenning og þingmenn, hvetja til góðrar rökræðu um landsmálin og þannig styrkja lýðræðið, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tókst vel að halda lyfjakostnaði niðri

Frá árinu 2008 hafa stjórnvöld náð verulegum árangri í viðleitni sinni til þess að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum. Árið 2009 nam heildarkostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa 17,9 milljörðum króna en sá kostnaður hefði orðið 20,5 milljarðar ef sú mikla lækkun sem varð á gengi krónunnar á milli áranna 2008 og 2009 komið að fullu fram.

Betlaði og bjó með hippum

Götumálarinn, skáldævisaga Þórarins Leifssonar, er ein þeirra bóka sem hefur skolað á land í jólabókaflóðinu í ár. Þar kveður við annan og myrkari tón hjá Þórarni sem er helst þekktur fyrir barnabókaskrif.

Vilja reisa dómkirkju í Skálholti

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, kynnti á kirkjuþingi í gær hugmyndir um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti. Hugmyndirnar byggja á því að aðilar í ferðaþjónustu og þjóðkirkjan taki höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu með endurreisn kirkjunnar, og reki hana sem sjálfstætt menningar- og sýningarhús.

Hömlur á innflutningi neyðarsenda

Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu hefur gengið illa að festa kaup á fullkomnum neyðarsendum þar sem hömlur eru á innflutningi þeirra. Sendarnir geta nýst ferðamönnum á hálendinu og eru öruggari en þeir sem hafa verið í umræðunni undanförnu að mati félagsins.

Flestar íslenskar konur í háskólanámi á Norðurlöndunum

Á Norðurlöndunum velja fleiri konur en karlar háskólanám. Á Íslandi er hlutfall þeirra þó áberandi hæst eða um 66 af hundraði. Svíar eru í öðru sæti en þar er hlutfall kvenna með háskólamenntun 63,4%. Minnsti munur milli kynjanna er í Danmörku‚ þar er hlutfall kvenna 58,7% en karla 41,3%. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Feður taka styttra fæðingarorlof eftir hrun

Feður tóku að meðaltali 79 daga í fæðingarorlof árið 2010 en 103 daga árið 2008, hefur því dögum sem feður tóku í fæðingarorlof fækkað að meðaltali um 24 daga frá efnahagshruninu samkvæmt frétt sem finna má á heimasíðu heimasíðu Hagstofunnar.

Mikið rennsli í ám víða á landinu

Mikið eða mjög mikið rennsli er nú í ám á norðaustanverðu landinu. Einnig í jökulsánum á söndunum á Suðurlandi og í Hvítá og Eystri Rangá, svo dæmi séu tekin af vatnamælingastöðvum Veðurstofunnar.

Fellir niður milljóna dagsektir

Umhverfisstofnun (UMST) hefur fallist á rök Vestmannaeyjabæjar um að sveitarfélaginu beri ekki að greiða dagsektir sem stofnunin hafði lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarpa sorporkustöðvar bæjarins.

Aftur kveikt í nýbyggingu við Bergstaðastræti

Enn og aftur var kveikt í nýbyggingu á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs í Reykjavík um klukkan ellefu í gærkvöldi og stóð þriggja hæða austurgafl hússins í ljósum logum þegar slökkvilið kom á vettvang.

Hafa áhyggjur af íslenskukennslu

Íslenskukennarar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands hvetja til þess að hlutur íslenskunnar í menntun kennara verði aukinn, í samræmi við það sem segir í íslenskri málstefnu. Þar með taka þeir undir gagnrýni íslenskukennara á Menntavísindasviði í þessa veru. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem kennararnir sendu frá sér í gær í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem haldinn er í dag.

Jarðvarminn sparar tugi milljarða á ári

Sparnaður af nýtingu jarðvarma til húshitunar á Íslandi á tímabilinu 1970 til 2010 er allt að 2.420 milljarðar króna, að mati Orkustofnunar. Nemur sparnaðurinn fyrir íslenskt samfélag því um 60 milljörðum að meðaltali á ári hverju á tímabilinu. Þetta er ein af niðurstöðunum sem birtar eru í hagfræðilegri greiningu

Vill skylda sýslumenn til að útvega túlka

Skylda ætti sýslumannsembætti landsins til að útvega þeim innflytjendum sem þurfa túlkaþjónustu til að tryggja réttindi innflytjenda sem þangað leita, sagði Amal Tamimi, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um innflytjendamál á Alþingi í gær. Augljós hætta er á því eins og staðan er í dag að fólk af erlendum uppruna skilji ekki það sem fram fer hjá sýslumönnum, sagði Amal.

Sjá næstu 50 fréttir