Innlent

SUS harma Hörpulán

Ungir sjálfstæðismenn harma að ríkið og Reykjavíkurborg hafi ákveðið að veita 730 milljón króna láni til Hörpu samkvæmt ályktun sem sambandið sendi frá sér í morgun.

Það veldur einnig meðlimum SUS sérstökum vonbrigðum að aðeins einn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, hafi greitt atkvæði gegn lánveitingunni.

Svo segir í ályktun stjórnar að lánið, sem Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma, er hrein viðbót við 18 milljarða króna byggingarkostnað hússins og þann milljarð sem rennur til Hörpu á ári hverju úr vasa skattgreiðenda í gegnum frá ríki og borg.

Orðrétt segir í tilkynningunni:

„Þegar opinberir aðilar skuldbundu sig árið 2009 til að klára byggingu hússins þá var því lofað að ekki þyrfti að koma til frekari framlaga frá þeim. Það hefur að sjálfsögðu ekki staðist og það hlýtur því að vekja spurningar um hvort þetta verkefni ætli engan endi að taka. Þeir sem komið hafa að fjáraustrinum hafa sýnt af sér gífurlegt ábyrgðarleysi hvað varðar meðferð á skattpeningum almennings.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×