Innlent

Fellir niður milljóna dagsektir

Eyjamenn fengu niðurfellingu vegna formsgalla í bréfi Umhverfisstofnunar.
fréttablaðið/óskar
Eyjamenn fengu niðurfellingu vegna formsgalla í bréfi Umhverfisstofnunar. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar
Umhverfisstofnun (UMST) hefur fallist á rök Vestmannaeyjabæjar um að sveitarfélaginu beri ekki að greiða dagsektir sem stofnunin hafði lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarpa sorporkustöðvar bæjarins.

Dagsektirnar, frá 1. júlí til dagsins í dag, hefðu verið að óbreyttu vel á fimmtu milljón króna, að því er næst verður komist. Dagsektirnar hafa því verið leiðréttar og eru 125 þúsund krónur.

Í bréfi dagsettu 9. maí var ákvörðun um álagningu dagsekta tilkynnt Vestmannaeyjabæ og er hin formlega úrbótakrafa miðuð við ryk í útblæstri. Í bréfinu er einnig ítarlegri umfjöllun um aðra mengunarþætti en ekki er á þá minnst í ákvörðunarorðum vegna sektanna. Leit UMST svo á að dagsektir næðu til annarra þátta en rykmengunar sem sveitarfélagið rengdi.

Nú hefur Umhverfisstofnun fallist á „að skort hafi á skýrleika ákvörðunarinnar hvað varðar þau frávik frá starfsleyfi sem ákvörðun um álagningu dagsekta tók til að öðru leyti en varðar ryk í útblæstri“, eins og segir í tilkynningu UMST. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×