Innlent

Aftur kveikt í nýbyggingu við Bergstaðastræti

Mynd: Stefán Þór Steindórsson.
Mynd: Stefán Þór Steindórsson.
Enn og aftur var kveikt í nýbyggingu á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs í Reykjavík um klukkan ellefu í gærkvöldi og stóð þriggja hæða austurgafl hússins í ljósum logum þegar slökkvilið kom á vettvang.

Þar logaði glatt í einangrunarplasti, sem veggurinn hafði verið klæddur með, áður en steypuklæðningu verður sprautað á gaflinn. Eldurinn var slökktur á skammri stundu og reykur barst ekki inn í nálæg hús.

Klæðningin er ónýt, en hún er samskonar klæðningunni sem brann fyrir helgi, þannig að iðnaðarmennirnir ná ekki að sprauta steypunni á vegginn áður en að kveikt er í á ný. Brennuvargurinn er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×