Innlent

Búið að reka sjóníðingana - útgerðin vottar fjölskyldu samúð sína

Eigendur og starfsfólk útgerðarfélagsins Saltvers ehf. eru harmi slegnir yfir þeirri kynferðislegu áreitni sem 13 ára gamall drengur varð fyrir um borð í skipi félagsins sumarið 2010 og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgerðinni.

Þar segir að um leið og fyrirtækið heyrði málavexti hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana.

Enginn hinna dæmdu er lengur í starfi hjá útgerðinni enda hátterni þeirra með öllu ólíðandi og ófyrirgefanlegt, segir ennfremur í tilkynningunni.

Útgerðin vottar fórnarlambinu og fjölskyldu hans samúð sína.


Tengdar fréttir

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×