Innlent

Kona á sjötugsaldri dæmd í fangelsi fyrir að stela leikföngum

Leikföng. Myndin er úr safni.
Leikföng. Myndin er úr safni.
Kona á sjötugsaldri var dæmd í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela leikföngum úr verslun Toys´ R Us í janúar á þessu ári.

Konan er 66 ára gömul.

Konan stal vörum úr leikfangaversluninni fyrir tæplega 20 þúsund krónur en sama dag stal hún vörum fyrir tæplega 30 þúsund krónum úr verslun Nettó.

Konan játaði brot sín skýlaust. Konan var síðast dæmd fyrir þjófnað árið 2008. En alls hefur hún verið dæmd þrisvar sinnum fyrir þjófnað á síðustu tíu árum.

Með þjófnaðinum núna rauf konan skilorð refsidóms frá árinu 2007. Þótti dóminum því réttast að dæma konuna í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×