Innlent

Tókst vel að halda lyfjakostnaði niðri

Frá árinu 2008 hafa stjórnvöld náð verulegum árangri í viðleitni sinni til þess að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum. Árið 2009 nam heildarkostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa 17,9 milljörðum króna en sá kostnaður hefði orðið 20,5 milljarðar ef sú mikla lækkun sem varð á gengi krónunnar á milli áranna 2008 og 2009 komið að fullu fram.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar segir ennfremur að vegna smæðar íslenska markaðarins sé framboð lyfja hér á landi mun minna en annarsstaðar á Norðurlöndum sem veldur því að íslenskir neytendur hafi ekki sama aðgang að ódýrari lyfjum og neytendur í nágrannalöndunum.

„Athugun Ríkisendurskoðunar bendir til þess að verð lyfja sé nú almennt sambærilegt hér og í þessum löndum en það var áður hærra hér. Þá er átt við lyf sem fást í öllum löndunum fimm en vera má að í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð séu á markaði ódýrari lyf sem hafa sömu eða svipaða virkni, sbr. það sem áður segir um takmarkað lyfjaframboð hér á landi,“ segir ennfremur en skýrsluna má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×