Innlent

Björgunarskip á leið í land með bilaðan lúðuveiðibát

Vélarbilun varð í lúðuveiðibátnum Valþóri, með nokkurra manna áhöfn, þegar hann var staddur suðvestur af landinu í gærkvöldi, og óskuðu skipverjar eftir aðstoð.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði var sent út og gekk vel að koma dráttartaug  á milli skipanna. Veður er gott á svæðinu og er björgunarskipið væntanlegt til hafnar með Valþór um hádegisbilið, ef ekkert fer úrskeiðis.

Valþór er 54 tonna stálbátur, sem er gerður út til lúðuveiða á línu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×