Innlent

512 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli í október

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull.
Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 512 jarðskjálftar í október samkvæmt greiningu sem finna má á heimasíður Veðurstofu Íslands.  Þar af voru um 380 skjálftar undir Kötluöskjunni, um 70 undir vesturhluta jökulsins og um 50 undir Hafursárjökli suður af öskjunni.

Miðvikudaginn 5. október hófst snörp skjálftahrina í Mýrdalsjökli í norðaustanverðri Kötluöskjunni, rétt sunnan við Austmannsbungu.

Stærsti skjálftinn, varð rúmlega fjögur um nótt og mældist um 4 að stærð. Alls mældust sjö skjálftar sem voru 3 eða stærri og nokkrir rétt undir þremur. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið allan október í Mýrdalsjökli þar sem nokkrir tugir skjálfta hafa verið meira en 2 að stærð.

Hægt er að fræðast frekar um skjálftavirkni í október hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×