Innlent

22 þúsund á Þór

Teiknimyndin Þór virðist ætla að gera harða atlögu að þriðju Sveppa-myndinni, en alls hafa 22 þúsund gestir séð þessa rándýru teiknimynd, sem var sjö ár í vinnslu.

Sveppi er þó enn með í baráttunni, en rúmlega þrjátíu þúsund gestir hafa séð fjölskyldumyndina sem var „ögn" ódýrari en teiknimyndin frá Caoz.

Aðstandendur Borgríkis geta einnig vel við unað, fimmtán þúsund gestir hafa séð myndina. Þá hafa rúmlega átta þúsund séð Eldfjall Rúnars Rúnarssonar sem hlaut enn eina rósina í hnappagatið um helgina því hún fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð í Denver. -fgg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×