Innlent

Lögreglumenn náðu tveimur þjófum á hlaupum

Lögreglumenn hlupu uppi tvo innbrotsþjofa, sem ætluðu að brjótast inn í söluturn í Seljahverfi í Reykjavík í nótt.

Nágranni heyrði borthljóð og lét lögreglu vita, og tóku þeir til fótanna þegar hún nálgaðist. Hann slapp  hinsvegar þjófurinn sem kastaði hamri í gegnum rúðu á bíl í Garðabæ í nótt og stal úr honum radarvara. Hann var horfinn út í náttmyrkrið áður en lögregla kom á vettvang




Fleiri fréttir

Sjá meira


×