Innlent

Mýflug í sjúkraflugi frá Grænlandi til Danmerkur

Þegar sjúkraflugvél Mýflugs var að sinna útkalli til Hornafjarðar í gær, barst beiðni um að sækja alvarlega veikt barn til Kulusuk á Grænlandi.

Strax og Hornafjarðarverkefninu var lokið hélt vélin til Akureyrar og sóttur þar læknir, áður en haldið var til Kulusuk. Þar var barnið og aðstandandi tekin um borð og eldsneyti bætt á vélina áður en haldið var til Akureyrar.

Þar var skipt um áhöfn , bætt við eldsneyti og haldið til Árósa í Danmörku, þar sem vélin lenti laust eftir miðnætti, eftir 2,500 kílómetra flug og barnið var flutt á sjúkrahús. Þar hvíldust flugmennirnir í nótt, en þriðja flugáhöfnin stóð vaktina í nótt, með afnot af varavél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×