Innlent

Segir Orkuveituna skaðabótaskylda vegna manngerðra jarðskjálfta

Hellisheiðavirkjun.
Hellisheiðavirkjun.
Talsmaður neytendar, Gísli Tryggvason, heldur því fram í pistli sem hann birti á heimasíðu embættisins, að Orkuveita Reykjavíkur sé skaðabótaábyrg vegna manngerðra jarðskjálftar á Helllisheiðinni.

Gísli vitnar máli sínu til stuðnings í tvo Hæstréttardóma, meðal annars um ábyrgð verktaka vegna spreninga og bótaábyrgðar sem skapaðist í kjölfarið.

Hann segir dómafordæmin renna stoðum undir að OR geti borið bótaábyrgð á því tjóni sem fasteignareigendur hafa orðið fyrir eða kunna að verða fyrir vegna jarðskjálfta í kjölfar niðurdælinga á vegum OR við Hellisheiðarvirkjun.

Þá segir Gísli ennfremur að varla skiptir máli þó að tilgangur niðurdælinga sé í þágu stærri heildar - annað hvort sem umhverfislegt mótvægi við jarðvarmavirkjun í þágu sjálfbærni eða til þess að unnt sé að virkja meira. Óeðlilegt væri að einstakir fasteignareigendur væru látnir bera áhættuna af því að slíkra heildarhagsmuna sé gætt.

Lögfræðiprófessorinn Róbert Spanó ritar grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann fjallar um manngerðu skjálftana. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að þeir kunni að ganga nærri friðhelgi heimilisins og því brjóti þeir í bága við mannréttindasáttmála Evrópu.


Tengdar fréttir

Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins

Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×