Innlent

Algengt að börn niður í sjö til átta ára séu tekin með á sjó

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
„Það er algengt að börn niður í 7-8 ára gömul séu tekin með á sjó," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, spurður hvort það sé algengt að börn undir fimmtán ára aldri séu tekin með á sjóinn í veiðitúra.

Svar Sævars er í raun stutt og einfalt; það er algengt.

Hann áréttar hinsvegar í samtali við Vísi að börnin séu þá ávallt tekin með sem farþegar. Það er ekki þannig að þau vinni myrkranna milli á bátunum.

Samkvæmt sjómannalögum má ekki hafa yngri en fimmtán ára við vinnu á skipum. Séu þeir yngri fæst ekki lögskráning, sem þýðir í raun að börnin eru þá ótryggð komi eitthvað upp á.

Aftur á móti segir Sævar að nú sé hægt að lögskrá alla farþega, meðal annars börnin sem sjómenn virðast oftar en ekki taka með sér.

„Ég á fjögur börn og hef tekið þau öll með mér. Í mislangan tíma að vísu, og þau hafa að auki mismikinn áhuga á þessu, en þau hafa öll komið með mér," segir Sævar sem þykir það ekki sérstaklega fréttnæmt að þrettán ára gamli drengurinn, sem varð fyrir kvikindislegu ofbeldi á Erling KE-140, hafi verið svo ungur um borð.

Hann bendir á að faðir hans hafi verið með honum um borð.

Ekki er ljóst hvort drengurinn, sem varð fyrir ofbeldinu, hafi verið við vinnu á netabátnum, en í dóminum lýsir hann því að hann hafi verið að verka fisk þegar hann varð fyrir ofbeldi. Því er hægt að draga þá ályktun að drengurinn hafi verið að störfum um borð í bátnum.

Það er skipstjórinn sem ber fulla ábyrgð á lögskráningu manna um borð. Sé það ekki virt er um lögreglumál að ræða.


Tengdar fréttir

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×