Fleiri fréttir

Brennuvargur í Vestmannaeyjum: Enn leitað að vitnum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur enn ekki komist að því hver eða hverjir voru að verki þegar kveikt var í nót við netaverkstæði í bænum í síðustu viku, eða þann áttunda nóvember. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð ekkert tjón á öðru en nótinni en talið víst að um íkveikju hafi verið að ræða.

Stúlkan komin í leitirnar

Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi er komin fram. Stúlkan sem um ræðir er þrettán ára gömul og var einnig auglýst eftir henni víða á Facebook. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hún sé nú komin fram og amar ekkert að henni.

Borgin vill verja sex og hálfum milljarði til framkvæmda

Framkvæmdastigi Reykjavíkurborgar verður áfram haldið háu en varið verður 6,5 milljörðum í framkvæmdir, sem snúast einkum um verkefni sem auka ekki fastan rekstrarkostnað borgarinnar verði frumvarp til fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg samþykkt.

Furða sig á sorastyrk Óla Geirs: Beittu sér ekkert gegn kvöldinu

Femínistafélag Íslands lét 50 þúsund króna sorastyrk renna til nýstofnaðs vændisathvarfs Stígamóta. Það var Ólafur Geir Jónsson, sá sem var aðalvítaminsprautan að baki Dirty Weekend kvöldi á Players á laugardaginn, sem lagði féð inn á reikning Femínistafélagsins.

Hálf milljón hefur heimsótt Hörpu

Gestafjöldi í Hörpu frá opnun hússins telur nú rúmlega 500 þúsund manns og nú í októbermánuði einum og sér komu yfir 120 gestir í húsið. Í tilkynningu frá rekstraraðilum segir að aðsókn á viðburði í húsinu sé vel yfir áætlunum og einnig sé töluverður fjöldi fólks sem komi daglega í húsið í skoðunarferðir og til þess að sækja veitingastaði og verslanir.

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

"Þetta er alveg út í bláinn,“ segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem fjórir skipverjar níddust á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.

Minnimáttarkennd vék fyrir yfirburðahyggju

Ísland og ímyndir norðursins er heiti bókar sem er afrakstur fjögurra ára rannsóknarverkefnis íslenskra og erlendra fræðimanna. Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri bókarinnar, segir bæði horft til fortíðar og samtímans í greinum fræðimannanna.

Verulegar hækkanir framundan í Laxveiðinni

Verulegar hækkanir á laxveiðileyfum virðast vera framundan eftir nokkra verðstöðnun eftir hrun. Innlendir veiðimenn halda hlut sínum þrátt fyrir kreppuna.

Búið að óska eftir aðstoð pólsku lögreglunnar vegna úraráns

Lögreglan á Íslandi hefur óskað eftir því að pólsk lögregluyfirvöld færi tvo menn, sem eru grunaður um að hafa rænt verslun Michelsen á Laugaveginum í síðasta mánuði, og eru staddir í Póllandi, til skýrslutöku. Þá er þeim gert að finna þann þriðja, sem ekki er vitað um.

Rúmlega 11 stiga hiti á Akureyri

Rösklega ellefu stiga hiti mældist í logni og blíðu á Akureyri klukan þrjú í nótt, sem er óvenjulegt á þessum árstíma og á þessum tíma sólarhrings.

Lögreglan lýsir eftir 13 ára gamalli stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Katrínu Ingu Haraldsdóttur, 13 ára. Hún er meðal vaxin, með mjög sítt ljóst hár. Líklega klædd í svarta úlpu, svartar buxur, svartan bol og fjólubláa Converse skó. Upplýsingasími lögreglunnar er 4441000.

138 ferðamenn dáið hér síðan árið 2000

Árlega deyja um 12 ferðamenn að meðaltali hér á landi af slysförum. Flest dauðsföllin eru tengd umferðinni en þeim hefur fækkað töluvert á síðustu árum. Alls hafa 138 manns látist á ferðalagi um Ísland síðan árið 2000.

ESB-aðild þýðir meiri landbúnaðarstuðning

Auka þarf stuðning við íslenskan landbúnaðar um fimm milljarða króna verði Ísland aðili að Evrópusambandinu og innflutningsvernd afnumin. Ella versnar afkoma bænda. Stuðningurinn nemur í dag níu milljörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.

Unglingar þurfa fleiri rafbækur

Auka þarf framboð á íslenskum rafbókum fyrir spjaldtölvur í þeirri von að það veki áhuga unglinga á lestri. Þetta segir Íslensk málnefnd í ályktun um stöðu íslenskrar tungu frá því í síðustu viku.

Frásögnum þolenda kynferðisbrota fjölgar

Umræðan um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar hefur gert það að verkum að fólk sækir í auknum mæli til presta og annarra starfsmanna kirkjunnar vegna kynferðisbrota. Þetta er mat sóknarpresta í Ísafjarðarkirkju og Akureyrarkirkju.

Merkingum á orkudrykkjum ábótavant

Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að skylda innflytjendur og seljendur orkudrykkja til að hafa merkingar og aðvaranir á umbúðum drykkjanna skýrar og greinilegar. Samtökin voru mjög andvíg því þegar reglum var breytt og sterkir koffíndrykkir og koffínskot tóku að flæða inn á markaðinn, eins og segir í frétt á vef þeirra.

Kvótinn og náttúran helstu deiluefni ríkisstjórnarinnar

Innan þingflokks Samfylkingarinnar gerast þær raddir háværari sem telja að ná þurfi samkomulagi við sjávarútveginn um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Það muni ekki gerast nái ítrustu kröfur stjórnarflokkarnna fram að ganga. Þess vegna sé rétt að ná fram þeim grundvallarbreytingum sem taldar eru nauðsynlegar, en einfalda útfærslu kvótafrumvarpsins.

Lögreglan varar við tveim meintum þjófum

Undanfarna daga hefur verið töluvert um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu og varar lögreglan fólk við vegna þessa. Flest innbrotin eru í sérbýli sem staðsett eru við jaðar byggðar og eru þau dreifð um höfuðborgarsvæðið.

Kvörtuðu yfir afstöðu Rússa

Ísland hefur komið á framfæri vonbrigðum vegna afstöðu Rússlands til ráðgjafar ICES um stjórnun úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Þetta var gert á 12. fundi samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál sem haldinn var í byrjun október.

Leitað að Katrínu Ingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Katrínu Ingu Haraldsdóttur, 13 ára. Katrín Inga er meðalvaxin, ljóshærð með mjög sítt hár. Talið er að Katrín Inga sé klædd í svarta úlpu, svartar þröngar buxur, svartan bol og fjólubláa Converse skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Katrínar Ingu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Heil kynslóð rúin inn að skinni

Kynslóðin sem keypti eignir í fasteignabólunni fyrir hrun hefur verið rúin inn að skinni og í flestum tilvikum tapað öllu eigin fé sem hún setti í fasteignakaupin. Þetta segir verkfræðingur á fertugsaldri sem setti rúmlega þriðjung af eigin fé í einbýlishús árið 2006 en á nú ekkert í húsinu vegna stökkbreyttra íbúðalána.

Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku

Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið.

Kjósa flokkinn frekar undir forystu Hönnu Birnu

Almennir kjósendur segjast líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir verður kjörinn formaður flokksins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem stuðningsmenn hennar létu framkvæma.

Mannréttindanefnd skoðar Twitter-mál Birgittu

Mannréttindanefnd Alþjóðaþingmannasambandsins hefur tekið málefni Birgittu Jónsdóttur til umfjöllunar í kjölfar kröfu bandarískra stjórnvalda um aðgang að persónulegum upplýsingum Birgittu á samskiptamiðlum, þ.m.t. Twitter að því er greinir frá í tilkynningu frá Hreyfingunni.

Við erum ekki næstfeitust - í versta falli sjötta feitasta þjóðin

Við erum ekki næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum samkvæmt Stefáni Hrafni Jónssyni, lektor við HÍ, sem gagnrýnir fjölmiðla og rannsókn sem var gerð um offitu Íslendinga. Í fréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum.

Lindex tekið opnum örmum - stærsta opnun í sögu fyrirtækisins

Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun.

Giffords tjáir sig í fyrsta sinn um skotárásina

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í höfuðið af stuttu færi af óðum byssumanni í janúar á þessu ári hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig við fjölmiðla. Giffords ræddi við sjónvarpskonuna Diane Sawyer í fréttaþættinum 20/20 á sjónvarpsstöðinni ABC en þátturinn fer í loftið í kvöld.

Saurmengun í vatnsbóli - ófremdarástand í skolpmálum

Ófremdarástand virðist vera í skolpmálum í sveitarfélaginu Garði. Víkurfréttir greina frá því að mannaskítur hafi flætt upp um niðurföll við hús eitt í bænum í síðustu viku og þá hefur greinst saurmengun í einu vatnsbóli bæjarins. Í frétt Víkurfrétta segir þó að engin tengsl virðist vera á milli þessara tveggja atvika.

Þriggja bíla árekstur á Vestfjörðum

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Þannig varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut síðasta mánudag þegar bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Herjólfur til Þorlákshafnar út þessa viku

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar fram til sunnudagsins 17. nóv. næstkomandi. Í tilkynningu frá rekstraraðila ferjunnar segir að ástæðan sé dýpi í Landeyjahöfn, eða skortur á því öllu heldur, og mikill öldugangur sem geri það að verkum að ekki hefur verið hægt að mæla dýpið hvað þá að vinna við dýpkun.

Rúnar sigraði Kaurismäki, Cronenberg og Lars von Trier

Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Denver í gærkvöldi. Rúnar sló þar með við meisturum á borð við við Lars von Trier, David Cronenberg, Aki Kaurismäki og fleiri. Verðlaunin eru kennd við pólska leikstjórann Krzysztof Kieslowski sem líklega er þekktastur fyrir þríleikinn Hvítan, Rauðan og Bláan. Að þessu sinni kepptu tæplega hundrað myndir um verðlaunin að því er fram kemur í tilkynningu.

Enn leitað að samlokuperra á Land Cruiser

Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að tæla tólf ára dreng upp í Land Crusier-jeppa sem hann ók á í gær. Samkvæmt frásögn drengsins reyndi maðurinn að lokka hann upp í bílinn með því að bjóða honum samloku.

Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum

"Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina "Íslenskir kommúnistar 1918–1998“, en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni.

Alkar kosta þjóðfélagið 50 - 80 milljarða króna á ári

Alkahólismi kostar þjóðfélagið fimmtíu til áttatíu milljarða króna á ári samkvæmt meistarannsókn í heilsuhagfræði. Aðilar þurfi að hugsa um afleiðingarnar áður en frelsi er aukið í áfengissölu segir höfundur rannsóknarinnar.

Útgjöld ríkisins hafa lítið sem ekkert hækkað í nítján ár

Gjaldskrá sjúkratrygginga Íslands er alltof lág miðað við gjaldskrá tannlækna hér á landi. Útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa einungis hækkað um tvö prósent á síðustu nítján árum samanborið við yfir hundrað og þrjátíu prósenta verðlagshækkun á sama tíma.

Reyndi að tæla dreng upp í Landcruiser-jeppa

Tólf ára drengur varð fyrir því í gær að maður reyndi að lokka hann upp í bíl í Grindavík. Lögreglunni var strax gert viðvart um atvikið og að hennar sögn bauð maðurinn drengnum samloku ef hann settist upp í bílinn.

Segjast dafna betur og basla minna

Miklu fleiri Íslendingar segjast nú dafna og miklu færri vera í basli en fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Capacent sem ætlað að varpa ljósi á líðan íslensku þjóðarinnar.

Innkalla kjúklinga - grunur um salmonellusmit

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsókna sé þörf en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna.

Sjá næstu 50 fréttir