Innlent

Harmur á Siglufirði - kyrrðarstund í kvöld

Það er mikil sorg á Siglufirði.
Það er mikil sorg á Siglufirði.
Stúlkan, sem lenti í umferðaslysi á Siglufirði í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum, er ekki lífshættu. Ekið var á þrjár stúlkur á Langeyrarvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að ein þeirra lést.

Önnur var flutt illa slösuð á sjúkrahúsið á Akureyri en samkvæmt upplýsingum frá sóknarprestinum á Siglufirði, er hún ekki í lífshættu eins og fyrr greinir frá.

Sú þriðja fékk að fara heim að skoðun og aðhlynningu lokinni á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Stúlkurnar höfðu verið í félagsmiðstöðinni í Ólafsfirði um kvöldið og voru að koma heim með rútu laust upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Þær fóru samtímis út úr henni á Langeyrarvegi og fóru aftur fyrir rútuna þegar þær ætluðu yfir götuna. Fólksbíll kom þá úr gagnstæðri átt, þær urðu allar fyrir honum samtímis.

Stúlkurnar eru þrettán ára gamlar.

Kyrrðarstund verður haldin í Siglufjarðarkirkju klukkan hálf níu í kvöld. Þá hefur sóknarprestur þegar farið í grunnskólann til þess að veita samnemendum stúlkunnar sáluhjálp.

Það er ljóst að andlát stúlkunnar er mikið reiðarslag fyrir samfélagið á Siglufirði. „En allir sem vettlingi geta valdið reyna að hjálpa,“ sagði Sigurður Ægisson, sóknarprestur í Siglufjarðarkirkju í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×