Innlent

Vinsælustu nöfnin á Grænlandi: Malik og Ivaana

Börn í Grænland.
Börn í Grænland.
Eins og greint var frá í fréttum fyrir nokkrum vikum þá er Aron og Emilía vinsælustu nöfnin sem gefin voru íslenskum börnum á árinu 2010.

En í Danmörku voru nöfnin hinsvegar William og Isabella helst í tísku, í Færeyjum voru það Jónas og Anna, Malik og Ivaana á Grænlandi, Elias og Emma í Finnlandi, Leo og Ella á Álandseyjum, Lucas og Emma í Noregi og Oscar og Maja í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í norræna ritinu Nordisk Statistisk Årbog og Norræna ráðherranefndin gefur út.

Í því er að finna samanburðartölur frá norrænu löndunum fimm, þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Þá er ókeypis aðgangur að gagnagrunni sem hefur að geyma ótal tölur um samfélagshætti á Norðurlöndum.

Gagnagrunninn og ritið Nordisk Statistisk Årbog 2011 í PDF-skjali er að finna á slóðinni www.norden.org.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×