Innlent

Mikið rennsli í ám víða á landinu

Mikið eða mjög mikið rennsli er nú í ám á norðaustanverðu landinu. Einnig í jökulsánum á söndunum á Suðurlandi og í Hvítá og Eystri Rangá, svo dæmi séu tekin af vatnamælingastöðvum Veðurstofunnar.

Þótt hvergi sé talin flóðahætta er þetta óvenju mikið rennsli á þessum árstíma, enda óvenju hlýtt. Það var til dæmis tíu stiga hiti í Reykjavík og á Blönduósi klukkan þrjú í nótt og sjö stig á Akureyri, þar sem Hlíðarfjallið grætur nú tárum skíðasnjósins, sem þar var fallinn.

Allir þjóðvegir eru marauðir eins og að sumarlagi en víða var þokuloft sunnan- og vestantil á landinu undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×