Innlent

Fundu hass við húsleit í Árnessýslu

Lögreglan á Selfossi fann 40 grömm af hassi við húsleit í uppsveitum Árnessýslu í gærkvöldi og leikur grunur á að efnið hafi verið ætlað til sölu.

Upphaf málsins er að lögreglumenn höfðu afskipti af ökumanni bíls, sem var ekið um Selfoss. Þvagprufa leiddi í ljós að ökumaður hafði neytt amfetamíns og hass og var þá ráðist í húsleit með aðstoð fíkniefnahunds lögreglunnar, sem vísaði á efnið, sem var svonefnt plötuhass og því líklega innflutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×