Innlent

Vill efla íþróttaferðamennsku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Þ. Þórhallsson telur rétt að efla íþróttaferðamennsku. Þar séu mörg tækifæri ónýtt.
Höskuldur Þ. Þórhallsson telur rétt að efla íþróttaferðamennsku. Þar séu mörg tækifæri ónýtt. mynd/ valli.
Ísland þarf að nýta betur þau tækifæri sem hér bjóðast til íþróttaferðamennsku, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann vill að málið verði rætt á Alþingi og hefur beint fyrirspurn til menntamálaráðherra um það hvaða hefur verið gert til þess að efla íþróttaferðamennsku hér á landi. Þar segist hann ekki síst eiga við golf og vetraríþróttir.

Höskuldur segir að golfvellir á Íslandi séu almennt góðir og standist fyllilega alþjóðlegan samanburð. „Við eigum fleiri golfvelli miðað við höfðatölu en nokkur önnur þjóð," segir Höskuldur. Slík tækifæri eigi að nota. „Þetta býr til gjaldeyri og er held ég ágæt viðbót við ferðamannaflóruna," segir Höskuldur.

Höskuldur segir mikilvægt að umræðan um þetta mál sé um leið og fjárlög fyrir næsta ár eru rædd. „Það þarf að koma strax fram hver markmið ríkisstjórnarinnar eru svo við séum ekki að setja þetta á fjáraukalög næsta árs," segir Höskuldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×