Innlent

Landsbjörg vill miðunartæki fyrir GSM síma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristinn Ólafsson segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að láta smíða tækið hér á Íslandi.
Kristinn Ólafsson segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að láta smíða tækið hér á Íslandi.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg íhugar kaup á miðunartæki fyrir GSM síma. Slíkt tæki kostar átján milljónir króna. Hugsanlegt er að slíkt tæki hefði haft áhrif í leitinni að sænskum ferðamanni á Sólheimajökli í síðustu viku.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Reykjavík síðdegis að verið sé að skoða hvort hægt væri að láta smíða svona tæki hér á landi. „Við gætum farið inn á svæðið og fundið símana ef það væri kveikt á þeim," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar.

„Þetta er mjög spennandi hlutur og eitthvað sem við fylgjumst mjög vel með. Tæknin er alltaf að koma með eitthvað nýtt," segir Kristinn. Kristinn segir að það myndi hjálpa Landsbjörg mikið að eiga svona miðunartæki. „Það myndi hjálpa okkur mikið og gæti breytt ýmsum hlutum," segir Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×