Fleiri fréttir Frambjóðendur til Stjórnlagaþings á Wikipedia Búið er að stofna síðu á Wikipedia þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Listinn er ekki tæmandi en þar er reynt að halda utan um nöfn þeirra sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt opinberlega. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru 70 manns á listanum, 49 karlar og 21 kona. 14.10.2010 15:35 Reykjavíkurborg fær 60 milljónir frá ESB Reykjavíkurborg ásamt borgunum Milton Keynes á Bretlandi, Dublin á Írlandi, Rijeka í Króatíu, Open University á Bretlandi og sambandi maltneskra sveitarfélaga fengu nýlega styrk frá Evrópusambandinu til að taka þátt í samstarfsverkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu. 14.10.2010 15:13 Fjöldi handtekinn vegna ólöglegra lyfja Tollgæslan á Íslandi tók þátt í alþjóðlegri aðgerð sem miðaði að því að uppræta sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu og voru póst og hraðsendingar undir sérstöku eftirliti á meðan á aðgerðinni stóð. 14.10.2010 15:10 Íslenskt skildingaumslag selt á fimm milljónir Ríflega aldar gamalt íslenskt skildingaumslag var selt á uppboði í Danmörku fyrir tæpar fimm milljónir íslenskra króna. Skildingaumslög eru afar fágæt enda skildingafrímerki aðeins í notkun í tæp fjögur ár, frá 1873 til og með 1876. Ekki er vitað hver keypti umslagið en ólíklegt er talið að þar hafi verið Íslendingur á ferð. 14.10.2010 14:32 Reykkafarar fóru inn í brennandi húsið Tveir reykkafarar fóru inn í einbýlishúsið á Marbakkabraut í Kópavogi. Tilgangurinn var að ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á vettvangi reyndist húsið mannlaust. 14.10.2010 14:30 Eldsvoði í Kópavogi Talsverðan eld leggur frá húsi á Marbakkabraut í Kópavogi. Slökkviliðið er komið á vettvang. Eldurinn er í einbýlishúsi en samkvæmt fréttamanni fréttastofunnar eru nærliggjandi hús ekki í hættu. 14.10.2010 14:18 Kreppan hefur veruleg áhrif í framhaldsskólum Út eru komnar niðurstöður rannsókna á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara sem voru unnar af Guðrúnu Ragnarsdóttur lýðheilsufræðingi, framhaldsskólakennara og kennslustjóra í Borgarholtsskóla í samstarfi við Félag framhaldsskólakennara. 14.10.2010 14:04 Efast um að þyngja eigi refsingar í nauðgunarmálum Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, hefur efasemdir um frumvarp þess efnis að lágmarksrefsing vegna nauðgana verði hækkuð úr eins árs fangelsi í tveggja ára fangelsi. Þetta kom fram í ræðu Álfheiðar eftir að flokkssystir hennar, Jórunn Einarsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu í morgun. 14.10.2010 14:00 Álfheiður vill að ÁTVR heyri undir heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir, þingkona VG, vill að Áfengis og tóbaksverslun ríkisins heyri í framtíðinni undir heilbrigðisráðuneytið en ekki fjármálaráðuneytið eins og nú er. Vísar hún til lýðheilsusjónarmiða í því sambandi. 14.10.2010 13:42 Ekkert bruðl í kveðjuveislu Evu Joly „Þetta var ekkert bruðl. Ég pantaði bara ódýrasta pakkann," segir Jón Þórisson sem skipulagði kveðjuveislu Evu Joly í Norræna húsinu sem haldin var í gær. Jón hefur starfað náið með Evu og verið tengiliður hennar hér á landi. 14.10.2010 13:25 Hætt að senda flóttamenn til Grikklands Dómsmála- og mannnéttindaráðherra hefur ákveðið að stöðva að svo stöddu endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar samkvæmt tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins. 14.10.2010 13:25 Sala á sígarettum dregst saman Sala á sígarettum hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. 14.10.2010 13:11 Heitavatnslaust á Akranesi í kvöld Í dag, 14. október, verður unnið að viðgerð á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur sem liggur frá Deildartungu niður á Akranes. 14.10.2010 11:49 Hnífurinn enn í rannsókn Bráðabirgðarniðurstöður lífsýna sýndu ekki fram á með óyggjandi hætti að blóðið, sem fannst á skó Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, hafi verið úr Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar hefur játað að hafa myrt í ágúst síðastliðnum. 14.10.2010 11:23 Ósátt móðir segir einelti líðast í Vesturbæjarskóla Móðir tólf ára drengs með ódæmigerða einhverfu er afar ósátt við skólayfirvöld í Vesturbæjarskóla þar sem drengurinn var við nám. Hún segir að foreldrar í skólanum hafi beinlínis hvatt til eineltis gegn syni hennar án þess að yfirvöld skólans hafi skorist í leikinn. 14.10.2010 11:11 Voru á of löngum bátum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt þrjá skipstjórnarmenn til sektar upp á 30 þúsund krónur hvern, fyrir brot á lögum um skipstjórnarréttindi. 14.10.2010 11:10 Mótmæla hugmyndum um gjald á nettengingar Undirskriftasíða hefur verið sett upp á Netinu þar sem hugmyndum STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar er mótmælt. Samtökin kynntu á dögunum hugmyndir um álagningargjöld á nettengingar landsmanna til þess að borga höfundaréttarhöfum fyrir tónlist sem er notuð ólöglega á Netinu. 14.10.2010 11:00 Svandís styður fjárlagafrumvarpið Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 14.10.2010 10:59 Kirkjan beinir athyglinni að fátækt Næsta sunnudag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Þjóðkirkjan tekur þátt í að vekja athygli á deginum og mun helga prédikanir sunnudagsins og fyrirbænir baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. 14.10.2010 10:05 Vill harðari refsingu fyrir nauðgun Gert er ráð fyrir að Jórunn Einarsdóttir varaþingmaður mæli í dag fyrir frumvarpi sínu um þyngri lágmarksrefsingu fyrir nauðgun. 14.10.2010 09:42 Ókeypis öndunarmæling í dag Alþjóðlegur dagur öndunarmælinga er í dag. Af því tilefni verður boðið upp á ókeypis öndunarmælingar milli klukkan þrjú og fimm húsakynnum SÍBS við Síðurmúla 6 í Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar og læknar verða á staðnum og munu veita upplýsingar og ráðgjöf. 14.10.2010 09:31 Ekkert þokast í makrílviðræðum Tilraunir til þess að leysa makríldeiluna á milli Evrópusambandsins, Noregs, Íslands og Færeyja, hafa engan árangur borið eftir tveggja daga fundarhöld í London. Þetta kemur fram í breska ríkisútvarpinu í dag. 14.10.2010 08:51 Skúta til Reykjavíkur eftir að hafa siglt umhverfis Norðurpólinn Rússneska seglskútan "Pétur fyrsti" lagðist að Miðbakka Reykjavíkurhafnar í upphafi vikunnar eftir frækilega för umhverfis Norðurpólinn á mettíma. Pétur fyrsti var að koma frá Nanartalik á Grænlandi en ferðin lá í gegnum Norðvestur svæðið, norður af Kanada. 14.10.2010 08:36 Óku á staur í Hafnarfirði Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi í Vallahverfi í Hafnarfirði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bíllinn hafnaði á ljósastaur, sem brotnaði við höggið. Starfsmenn orkufyrirtækis voru kallaðir út til að aftengja staurinn. 14.10.2010 07:36 Japanir vilja að Xiaobo fái frelsi Japanir hafa nú tekið upp hanskann fyrir Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels sem situr í kínversku fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sínar. Forsætisráðherra Japan, Naoto Kan, sagði í gær að það væri "eftirsóknarvert" að Kínverjar létu Xiaobo lausan. 14.10.2010 07:30 Ölvaður unglingur rústaði strætóskýli Unglingspiltur var handtekinn upp úr klukkan fimm í morgun eftir að hafa brotið rúður í strætisvagnabiðskýlii við Suðurlandsbraut. Vitni sá til piltsins og lét lögrelgu vita, sem náði honum skammt frá skýlinu og færði á lögreglustöðina. 14.10.2010 07:28 Fólk kaupir miklu dýrari síma Söluandvirði seldra símtækja hjá Vodafone á Íslandi er 33 prósentum hærra fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. 14.10.2010 06:30 Hundrað króna gjald á mánuði Einungis er greitt fyrir um fimm prósent þeirrar tónlistar sem notendur hlusta á og sækja á Netinu. Þetta segir Jakob Frímann Magnússon, varaformaður STEF. 14.10.2010 06:30 Sumarveiðin er 75 þúsund laxar Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, spáir að laxveiði á stöng á Íslandi í sumar hafi numið 75 þúsund fiskum. Spáin um heildarveiðina er byggð á lokatölum sem þegar liggja fyrir úr tilteknum ám. Samsvarandi spár fyrri ára hafa ekki skeikað um meira en eitt prósent. 14.10.2010 05:45 Líklegt að ástandið lagist í næstu viku Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur undanfarna daga fengið fyrirspurnir frá tveimur heildsölum um aukningu á innflutningskvóta á kjúkling. Ástæðan er skortur á innlendum kjúklingi á landinu sem hefur verið viðvarandi sökum skæðrar salmonellusýkingar sem herjaði á kjúklingabú í vor. 14.10.2010 05:30 Eitt af hverjum fimm heimilum yfirveðsett Miðað við álagningarskrá 2010 eru heildarskuldir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna. 14.10.2010 05:00 Smíðaði hring handa Ono og eignaðist son „Ég setti Fimmvörðuhálshraun í hringinn til að hafa hluta af nýja Íslandi í honum,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður og skartgripahönnuður í Sign í Hafnarfirði, sem sérsmíðaði afmælisgjöf fyrir Sean Ono Lennon samkvæmt pöntun Yoko Ono um síðustu helgi. 14.10.2010 04:45 Bíða með leit fram á sumar Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hverfa frá við Hvannadalshnúk á dögunum þar sem litast var um eftir klifurlínu og öðrum hlutum sem gætu tengst þýskum fjallgöngumönnum sem hurfu á þessum slóðum árið 2007. Aðstæður voru erfiðar og ekkert skyggni, að sögn lögreglunnar í Höfn, og verður beðið með könnunarferðir fram á næsta sumar. 14.10.2010 04:00 Dýrara að nota íslenskan sand Búið er að koma upp strandblakvelli í Neskaupstað með innfluttum sandi frá Póllandi. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinnar í Neskaupstað, segir að mun dýrara hafi verið að flytja sand frá Suðurlandi sökum þess að flutningurinn frá Póllandi var ókeypis. 14.10.2010 04:00 Skottur selja kynjagleraugu Stígamót og Skotturnar, samstarfsvettvangur íslensku kvennahreyfingarinnar, efna til mikils söfnunarátaks sem hefst í dag. Er átakið í kjölfar þess að loka þurfti þjónustumiðstöðvum Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins vegna niðurskurðar, en þjónusta á Egilsstöðum, 14.10.2010 03:45 Allir sammála um að leysa skuldavandann Allir voru sammála um að taka þurfi á skuldavanda heimilanna en mikið bar á milli um aðferðirnar á samráðsfundi um skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hagsmunagæsluaðilar almennings og þingmenn allra flokka. 14.10.2010 03:15 Opnunartími vínveitingastaða verður styttur Meirihlutinn í borgarráði vill að opnunartími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, verði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Frá og með næstu áramótum verði opnunartíminn styttur um hálftíma, til klukkan fimm, og að sex mánuðum liðnum aftur um hálftíma, til klukkan hálffimm. 13.10.2010 17:59 Íslendingur vann 10 milljónir í Víkingalottóinu Íslendingur var með fimm rétta auk þess sem hann hafði bónustölu rétta í Víkingalottóinu í kvöld. Hann fær rúmar tíu milljónir króna í sinn hlut. Miðinn hans var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Dani og Norðmaður skiptu með sér fyrsta vinningi og fær hvor um sig rúmar 62 milljónir. 13.10.2010 20:01 Efast um að almenn niðurfærsla sé rétta leiðin Bankastjóri Landsbankans efast um almenn niðurfærsla skulda sé rétta leiðin til að taka á skuldavanda heimilanna. Íbúðalánasjóður fari rakleitt á hausinn og kostnaður lendi á skattgreiðendum. Það ræðst væntanlega í kvöld hvaða leið verður fyrir valinu. 13.10.2010 18:30 Sveppi í skýrslutöku hjá lögreglu Lögregla boðaði Sverri Þór Sverrisson, sem er betur þekktur sem Sveppi, til skýrslutöku í dag eftir að hann ók bifreið upp Bankastræti og Laugaveg gegn einstefnu. Hann ók auk þess ítrekað upp á gangstétt. 13.10.2010 17:03 Eva Joly: „Mál gegn sjömenningum á heima í New York“ Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara vék að máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans á blaðamannafundi um starfslok sín í dag. 13.10.2010 16:37 Klippt á borðann á Lyngdalsheiði Nýi vegurinn um Lyngdalsheiði verður formlega opnaður fyrir umferð við hátíðlega athöfn á föstudag með því að Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra klippir á borða. Athöfnin fer fram austast á kaflanum, nálægt Laugarvatni, og hefst klukkan 15:30. 13.10.2010 16:36 Deilt um skrifstofustjóra borgarstjóra Borgarstjóri hefur farið þess á leit við skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra að hún taki að sér aukin verkefni og og verkstjórn fyrir hans hönd, tímabundið, meðan að unnið er að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar. Segir í tilkynningu frá borginni að með þeim breytingum sem unnð sé að sé hugsunin að fækka stjórnendum sem heyra beint undir borgarstjóra. 13.10.2010 16:05 Tugir hafa boðið sig fram til stjórnlagaþings Frestur til að skila inn framboðum til stjórnalagaþings rennur út á hádegi á mánudag. Ekki fást nákvæmar upplýsingar um hversu margir hafa þegar boðið sig fram en framboðin skipta nokkrum tugum. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er búist við á annað hundrað framboðum hið minnsta. 13.10.2010 15:17 Eva Joly: „Enginn getur ráðskast með embættið” Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði við starfslok sín í dag að enginn gæti ráðskast með embætti sérstaks saksóknara. Starfslið sérstaks saksóknara sé sterkt og öflugt og það muni leiða til ákæra. 13.10.2010 15:01 Sjá næstu 50 fréttir
Frambjóðendur til Stjórnlagaþings á Wikipedia Búið er að stofna síðu á Wikipedia þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Listinn er ekki tæmandi en þar er reynt að halda utan um nöfn þeirra sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt opinberlega. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru 70 manns á listanum, 49 karlar og 21 kona. 14.10.2010 15:35
Reykjavíkurborg fær 60 milljónir frá ESB Reykjavíkurborg ásamt borgunum Milton Keynes á Bretlandi, Dublin á Írlandi, Rijeka í Króatíu, Open University á Bretlandi og sambandi maltneskra sveitarfélaga fengu nýlega styrk frá Evrópusambandinu til að taka þátt í samstarfsverkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu. 14.10.2010 15:13
Fjöldi handtekinn vegna ólöglegra lyfja Tollgæslan á Íslandi tók þátt í alþjóðlegri aðgerð sem miðaði að því að uppræta sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu og voru póst og hraðsendingar undir sérstöku eftirliti á meðan á aðgerðinni stóð. 14.10.2010 15:10
Íslenskt skildingaumslag selt á fimm milljónir Ríflega aldar gamalt íslenskt skildingaumslag var selt á uppboði í Danmörku fyrir tæpar fimm milljónir íslenskra króna. Skildingaumslög eru afar fágæt enda skildingafrímerki aðeins í notkun í tæp fjögur ár, frá 1873 til og með 1876. Ekki er vitað hver keypti umslagið en ólíklegt er talið að þar hafi verið Íslendingur á ferð. 14.10.2010 14:32
Reykkafarar fóru inn í brennandi húsið Tveir reykkafarar fóru inn í einbýlishúsið á Marbakkabraut í Kópavogi. Tilgangurinn var að ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á vettvangi reyndist húsið mannlaust. 14.10.2010 14:30
Eldsvoði í Kópavogi Talsverðan eld leggur frá húsi á Marbakkabraut í Kópavogi. Slökkviliðið er komið á vettvang. Eldurinn er í einbýlishúsi en samkvæmt fréttamanni fréttastofunnar eru nærliggjandi hús ekki í hættu. 14.10.2010 14:18
Kreppan hefur veruleg áhrif í framhaldsskólum Út eru komnar niðurstöður rannsókna á líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara sem voru unnar af Guðrúnu Ragnarsdóttur lýðheilsufræðingi, framhaldsskólakennara og kennslustjóra í Borgarholtsskóla í samstarfi við Félag framhaldsskólakennara. 14.10.2010 14:04
Efast um að þyngja eigi refsingar í nauðgunarmálum Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, hefur efasemdir um frumvarp þess efnis að lágmarksrefsing vegna nauðgana verði hækkuð úr eins árs fangelsi í tveggja ára fangelsi. Þetta kom fram í ræðu Álfheiðar eftir að flokkssystir hennar, Jórunn Einarsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu í morgun. 14.10.2010 14:00
Álfheiður vill að ÁTVR heyri undir heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir, þingkona VG, vill að Áfengis og tóbaksverslun ríkisins heyri í framtíðinni undir heilbrigðisráðuneytið en ekki fjármálaráðuneytið eins og nú er. Vísar hún til lýðheilsusjónarmiða í því sambandi. 14.10.2010 13:42
Ekkert bruðl í kveðjuveislu Evu Joly „Þetta var ekkert bruðl. Ég pantaði bara ódýrasta pakkann," segir Jón Þórisson sem skipulagði kveðjuveislu Evu Joly í Norræna húsinu sem haldin var í gær. Jón hefur starfað náið með Evu og verið tengiliður hennar hér á landi. 14.10.2010 13:25
Hætt að senda flóttamenn til Grikklands Dómsmála- og mannnéttindaráðherra hefur ákveðið að stöðva að svo stöddu endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar samkvæmt tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins. 14.10.2010 13:25
Sala á sígarettum dregst saman Sala á sígarettum hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. 14.10.2010 13:11
Heitavatnslaust á Akranesi í kvöld Í dag, 14. október, verður unnið að viðgerð á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur sem liggur frá Deildartungu niður á Akranes. 14.10.2010 11:49
Hnífurinn enn í rannsókn Bráðabirgðarniðurstöður lífsýna sýndu ekki fram á með óyggjandi hætti að blóðið, sem fannst á skó Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, hafi verið úr Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar hefur játað að hafa myrt í ágúst síðastliðnum. 14.10.2010 11:23
Ósátt móðir segir einelti líðast í Vesturbæjarskóla Móðir tólf ára drengs með ódæmigerða einhverfu er afar ósátt við skólayfirvöld í Vesturbæjarskóla þar sem drengurinn var við nám. Hún segir að foreldrar í skólanum hafi beinlínis hvatt til eineltis gegn syni hennar án þess að yfirvöld skólans hafi skorist í leikinn. 14.10.2010 11:11
Voru á of löngum bátum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt þrjá skipstjórnarmenn til sektar upp á 30 þúsund krónur hvern, fyrir brot á lögum um skipstjórnarréttindi. 14.10.2010 11:10
Mótmæla hugmyndum um gjald á nettengingar Undirskriftasíða hefur verið sett upp á Netinu þar sem hugmyndum STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar er mótmælt. Samtökin kynntu á dögunum hugmyndir um álagningargjöld á nettengingar landsmanna til þess að borga höfundaréttarhöfum fyrir tónlist sem er notuð ólöglega á Netinu. 14.10.2010 11:00
Svandís styður fjárlagafrumvarpið Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 14.10.2010 10:59
Kirkjan beinir athyglinni að fátækt Næsta sunnudag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Þjóðkirkjan tekur þátt í að vekja athygli á deginum og mun helga prédikanir sunnudagsins og fyrirbænir baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. 14.10.2010 10:05
Vill harðari refsingu fyrir nauðgun Gert er ráð fyrir að Jórunn Einarsdóttir varaþingmaður mæli í dag fyrir frumvarpi sínu um þyngri lágmarksrefsingu fyrir nauðgun. 14.10.2010 09:42
Ókeypis öndunarmæling í dag Alþjóðlegur dagur öndunarmælinga er í dag. Af því tilefni verður boðið upp á ókeypis öndunarmælingar milli klukkan þrjú og fimm húsakynnum SÍBS við Síðurmúla 6 í Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar og læknar verða á staðnum og munu veita upplýsingar og ráðgjöf. 14.10.2010 09:31
Ekkert þokast í makrílviðræðum Tilraunir til þess að leysa makríldeiluna á milli Evrópusambandsins, Noregs, Íslands og Færeyja, hafa engan árangur borið eftir tveggja daga fundarhöld í London. Þetta kemur fram í breska ríkisútvarpinu í dag. 14.10.2010 08:51
Skúta til Reykjavíkur eftir að hafa siglt umhverfis Norðurpólinn Rússneska seglskútan "Pétur fyrsti" lagðist að Miðbakka Reykjavíkurhafnar í upphafi vikunnar eftir frækilega för umhverfis Norðurpólinn á mettíma. Pétur fyrsti var að koma frá Nanartalik á Grænlandi en ferðin lá í gegnum Norðvestur svæðið, norður af Kanada. 14.10.2010 08:36
Óku á staur í Hafnarfirði Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bíl sínum í hringtorgi í Vallahverfi í Hafnarfirði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bíllinn hafnaði á ljósastaur, sem brotnaði við höggið. Starfsmenn orkufyrirtækis voru kallaðir út til að aftengja staurinn. 14.10.2010 07:36
Japanir vilja að Xiaobo fái frelsi Japanir hafa nú tekið upp hanskann fyrir Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels sem situr í kínversku fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sínar. Forsætisráðherra Japan, Naoto Kan, sagði í gær að það væri "eftirsóknarvert" að Kínverjar létu Xiaobo lausan. 14.10.2010 07:30
Ölvaður unglingur rústaði strætóskýli Unglingspiltur var handtekinn upp úr klukkan fimm í morgun eftir að hafa brotið rúður í strætisvagnabiðskýlii við Suðurlandsbraut. Vitni sá til piltsins og lét lögrelgu vita, sem náði honum skammt frá skýlinu og færði á lögreglustöðina. 14.10.2010 07:28
Fólk kaupir miklu dýrari síma Söluandvirði seldra símtækja hjá Vodafone á Íslandi er 33 prósentum hærra fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. 14.10.2010 06:30
Hundrað króna gjald á mánuði Einungis er greitt fyrir um fimm prósent þeirrar tónlistar sem notendur hlusta á og sækja á Netinu. Þetta segir Jakob Frímann Magnússon, varaformaður STEF. 14.10.2010 06:30
Sumarveiðin er 75 þúsund laxar Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, spáir að laxveiði á stöng á Íslandi í sumar hafi numið 75 þúsund fiskum. Spáin um heildarveiðina er byggð á lokatölum sem þegar liggja fyrir úr tilteknum ám. Samsvarandi spár fyrri ára hafa ekki skeikað um meira en eitt prósent. 14.10.2010 05:45
Líklegt að ástandið lagist í næstu viku Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur undanfarna daga fengið fyrirspurnir frá tveimur heildsölum um aukningu á innflutningskvóta á kjúkling. Ástæðan er skortur á innlendum kjúklingi á landinu sem hefur verið viðvarandi sökum skæðrar salmonellusýkingar sem herjaði á kjúklingabú í vor. 14.10.2010 05:30
Eitt af hverjum fimm heimilum yfirveðsett Miðað við álagningarskrá 2010 eru heildarskuldir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna. 14.10.2010 05:00
Smíðaði hring handa Ono og eignaðist son „Ég setti Fimmvörðuhálshraun í hringinn til að hafa hluta af nýja Íslandi í honum,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður og skartgripahönnuður í Sign í Hafnarfirði, sem sérsmíðaði afmælisgjöf fyrir Sean Ono Lennon samkvæmt pöntun Yoko Ono um síðustu helgi. 14.10.2010 04:45
Bíða með leit fram á sumar Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hverfa frá við Hvannadalshnúk á dögunum þar sem litast var um eftir klifurlínu og öðrum hlutum sem gætu tengst þýskum fjallgöngumönnum sem hurfu á þessum slóðum árið 2007. Aðstæður voru erfiðar og ekkert skyggni, að sögn lögreglunnar í Höfn, og verður beðið með könnunarferðir fram á næsta sumar. 14.10.2010 04:00
Dýrara að nota íslenskan sand Búið er að koma upp strandblakvelli í Neskaupstað með innfluttum sandi frá Póllandi. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður blakdeildarinnar í Neskaupstað, segir að mun dýrara hafi verið að flytja sand frá Suðurlandi sökum þess að flutningurinn frá Póllandi var ókeypis. 14.10.2010 04:00
Skottur selja kynjagleraugu Stígamót og Skotturnar, samstarfsvettvangur íslensku kvennahreyfingarinnar, efna til mikils söfnunarátaks sem hefst í dag. Er átakið í kjölfar þess að loka þurfti þjónustumiðstöðvum Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins vegna niðurskurðar, en þjónusta á Egilsstöðum, 14.10.2010 03:45
Allir sammála um að leysa skuldavandann Allir voru sammála um að taka þurfi á skuldavanda heimilanna en mikið bar á milli um aðferðirnar á samráðsfundi um skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hagsmunagæsluaðilar almennings og þingmenn allra flokka. 14.10.2010 03:15
Opnunartími vínveitingastaða verður styttur Meirihlutinn í borgarráði vill að opnunartími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, verði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Frá og með næstu áramótum verði opnunartíminn styttur um hálftíma, til klukkan fimm, og að sex mánuðum liðnum aftur um hálftíma, til klukkan hálffimm. 13.10.2010 17:59
Íslendingur vann 10 milljónir í Víkingalottóinu Íslendingur var með fimm rétta auk þess sem hann hafði bónustölu rétta í Víkingalottóinu í kvöld. Hann fær rúmar tíu milljónir króna í sinn hlut. Miðinn hans var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Dani og Norðmaður skiptu með sér fyrsta vinningi og fær hvor um sig rúmar 62 milljónir. 13.10.2010 20:01
Efast um að almenn niðurfærsla sé rétta leiðin Bankastjóri Landsbankans efast um almenn niðurfærsla skulda sé rétta leiðin til að taka á skuldavanda heimilanna. Íbúðalánasjóður fari rakleitt á hausinn og kostnaður lendi á skattgreiðendum. Það ræðst væntanlega í kvöld hvaða leið verður fyrir valinu. 13.10.2010 18:30
Sveppi í skýrslutöku hjá lögreglu Lögregla boðaði Sverri Þór Sverrisson, sem er betur þekktur sem Sveppi, til skýrslutöku í dag eftir að hann ók bifreið upp Bankastræti og Laugaveg gegn einstefnu. Hann ók auk þess ítrekað upp á gangstétt. 13.10.2010 17:03
Eva Joly: „Mál gegn sjömenningum á heima í New York“ Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara vék að máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans á blaðamannafundi um starfslok sín í dag. 13.10.2010 16:37
Klippt á borðann á Lyngdalsheiði Nýi vegurinn um Lyngdalsheiði verður formlega opnaður fyrir umferð við hátíðlega athöfn á föstudag með því að Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra klippir á borða. Athöfnin fer fram austast á kaflanum, nálægt Laugarvatni, og hefst klukkan 15:30. 13.10.2010 16:36
Deilt um skrifstofustjóra borgarstjóra Borgarstjóri hefur farið þess á leit við skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra að hún taki að sér aukin verkefni og og verkstjórn fyrir hans hönd, tímabundið, meðan að unnið er að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar. Segir í tilkynningu frá borginni að með þeim breytingum sem unnð sé að sé hugsunin að fækka stjórnendum sem heyra beint undir borgarstjóra. 13.10.2010 16:05
Tugir hafa boðið sig fram til stjórnlagaþings Frestur til að skila inn framboðum til stjórnalagaþings rennur út á hádegi á mánudag. Ekki fást nákvæmar upplýsingar um hversu margir hafa þegar boðið sig fram en framboðin skipta nokkrum tugum. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er búist við á annað hundrað framboðum hið minnsta. 13.10.2010 15:17
Eva Joly: „Enginn getur ráðskast með embættið” Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði við starfslok sín í dag að enginn gæti ráðskast með embætti sérstaks saksóknara. Starfslið sérstaks saksóknara sé sterkt og öflugt og það muni leiða til ákæra. 13.10.2010 15:01