Allir sammála um að leysa skuldavandann 14. október 2010 03:15 Fulltrúar fjármálastofnana og talsmenn skuldugra heimila skiptust á skoðunum á samráðsfundi í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Hér heilsast Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm Allir voru sammála um að taka þurfi á skuldavanda heimilanna en mikið bar á milli um aðferðirnar á samráðsfundi um skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hagsmunagæsluaðilar almennings og þingmenn allra flokka. „Þetta var mjög gagnlegur fundur, það hvessti vissulega mjög milli manna og var tekist hart á,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eftir fundinn. Eitt af stóru málunum á fundinum voru hugmyndir um flata niðurfærslu skulda fyrir almenning. „Það er alveg ljóst að það ber töluvert á milli, en niðurstaða fundarins er sú að það er sameiginlegur vilji til að taka á skuldavanda heimilanna,“ segir Jóhanna. Fundinn sátu fulltrúar viðskiptabankanna, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna, auk ýmissa hagsmunagæsluaðila almennings. Hann sátu einnig þingmenn úr fjórum þingnefndum Alþingis auk fimm ráðherra. Jóhanna segir að fundinn hafi setið allir þeir sem þurfi að koma að því að leysa skuldavanda almennings. Það sé skylda þessa hóps að finna lausn á skuldavanda heimilanna, og það verði gert. „Við munum hittast aftur. Hvort sem við þurfum einn, tvo eða þrjá fundi til viðbótar munum við halda áfram að funda þar til komin er niðurstaða í þessu máli,“ segir Jóhanna. Hópur sérfræðinga mun nú fara yfir þær tillögur sem fram komu á fundinum, og fljótlega verður boðað til annars fundar til að halda áfram með málið. Jóhanna segir ekki rétt að gefa fólki of miklar væntingar um flata niðurfellingu skulda, enda afar misjafnar skoðanir um mögulegar lausnir á vandanum. „Þarna voru allir tilbúnir til að vinna saman og finna lausnir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann segir skoðanir skiptar um leiðirnar, en vinnunni verði haldið áfram. Hann segir fulltrúa bankanna sammála um að taka verði á vandanum þar sem hann sé mestur. Það myndi verða þjóðarbúinu dýrt að fara í flata niðurfærslu skulda, og ekki gagnast þeim sem illa standi. „Þetta var spjallfundur, menn voru að ræða stöðuna og mögulegar lausnir,“ segir Ásta H. Bragadóttir, settur framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hún segir að umræðurnar hafi verið líflegar, og sjónarmiðin misjöfn. Allir hafi þó verið sammála um að reyna að leysa vandann. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Allir voru sammála um að taka þurfi á skuldavanda heimilanna en mikið bar á milli um aðferðirnar á samráðsfundi um skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi. Fundinn sátu stjórnendur fjármálafyrirtækja, hagsmunagæsluaðilar almennings og þingmenn allra flokka. „Þetta var mjög gagnlegur fundur, það hvessti vissulega mjög milli manna og var tekist hart á,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eftir fundinn. Eitt af stóru málunum á fundinum voru hugmyndir um flata niðurfærslu skulda fyrir almenning. „Það er alveg ljóst að það ber töluvert á milli, en niðurstaða fundarins er sú að það er sameiginlegur vilji til að taka á skuldavanda heimilanna,“ segir Jóhanna. Fundinn sátu fulltrúar viðskiptabankanna, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna, auk ýmissa hagsmunagæsluaðila almennings. Hann sátu einnig þingmenn úr fjórum þingnefndum Alþingis auk fimm ráðherra. Jóhanna segir að fundinn hafi setið allir þeir sem þurfi að koma að því að leysa skuldavanda almennings. Það sé skylda þessa hóps að finna lausn á skuldavanda heimilanna, og það verði gert. „Við munum hittast aftur. Hvort sem við þurfum einn, tvo eða þrjá fundi til viðbótar munum við halda áfram að funda þar til komin er niðurstaða í þessu máli,“ segir Jóhanna. Hópur sérfræðinga mun nú fara yfir þær tillögur sem fram komu á fundinum, og fljótlega verður boðað til annars fundar til að halda áfram með málið. Jóhanna segir ekki rétt að gefa fólki of miklar væntingar um flata niðurfellingu skulda, enda afar misjafnar skoðanir um mögulegar lausnir á vandanum. „Þarna voru allir tilbúnir til að vinna saman og finna lausnir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann segir skoðanir skiptar um leiðirnar, en vinnunni verði haldið áfram. Hann segir fulltrúa bankanna sammála um að taka verði á vandanum þar sem hann sé mestur. Það myndi verða þjóðarbúinu dýrt að fara í flata niðurfærslu skulda, og ekki gagnast þeim sem illa standi. „Þetta var spjallfundur, menn voru að ræða stöðuna og mögulegar lausnir,“ segir Ásta H. Bragadóttir, settur framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hún segir að umræðurnar hafi verið líflegar, og sjónarmiðin misjöfn. Allir hafi þó verið sammála um að reyna að leysa vandann. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira