Innlent

Efast um að þyngja eigi refsingar í nauðgunarmálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir hefur efasemdir um að rétt sé að hækka lágmarksrefsingar í nauðgunarmálum. Mynd/ GVA.
Álfheiður Ingadóttir hefur efasemdir um að rétt sé að hækka lágmarksrefsingar í nauðgunarmálum. Mynd/ GVA.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, hefur efasemdir um frumvarp þess efnis að lágmarksrefsing vegna nauðgana verði hækkuð úr eins árs fangelsi í tveggja ára fangelsi. Þetta kom fram í ræðu Álfheiðar eftir að flokkssystir hennar, Jórunn Einarsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu í morgun.

„Ég óttast að hækkun á lágmarksrefsingu úr einu ári í tvö muni ekki leiða til þess að ákærum vegna nauðgunarbrota fjölgi eða að dómar verði harðari eða meira í takti við réttlætistilfinningu almennings - jafnvel þvert á móti," sagði Álfheiður á Alþingi í dag. Sagði Álfheiður að vísbendingar væru um að í löndum þar sem refsingar eru harðar leiði það til þess að ákærur séu færri og dómar færri.

Í greinargerð Jórunnar með frumvarpinu kemur fram að árið 2005 lýsti mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum vegna ofbeldis gegn konum á Íslandi og þá sérstaklega vegna kynferðisofbeldis. Aðallega hafi verið kvartað yfir hve ákært sé í fáum nauðgunarmálum miðað við fjölda kæra sem berist.


Tengdar fréttir

Vill harðari refsingu fyrir nauðgun

Gert er ráð fyrir að Jórunn Einarsdóttir varaþingmaður mæli í dag fyrir frumvarpi sínu um þyngri lágmarksrefsingu fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×