Innlent

Efast um að almenn niðurfærsla sé rétta leiðin

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bankastjóri Landsbankans efast um almenn niðurfærsla skulda sé rétta leiðin til að taka á skuldavanda heimilanna. Íbúðalánasjóður fari rakleitt á hausinn og kostnaður lendi á skattgreiðendum. Það ræðst væntanlega í kvöld hvaða leið verður fyrir valinu.

Fundur ríkisstjórnarinnar með fulltrúum banka og fjármálafyrirtækja hófst í þjóðmenningarhúsinu fyrir rúmum hálftíma. Fundinn sitja einnig umboðsmaður skuldara, talsmaður neytenda og fulltrúar frá hagsmunasamtökum heimilanna.

Á fundinum, sem á ljúka klukkan átta, verður gerð úrslitatilraun til að ná sátt um leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna.

Almennar niðurfærslur skulda, líkt og hagsmunasamtök heimilanna leggja til, kosta á bilinu 200 til 220 milljarða en íbúaðlánasjóður og lífeyrissjóðir taka stærsta skellinn.

Bankastjóri Landsbankans telur að almenn niðurfærsla skulda ekki rétta leiðin til að taka á vandanum. „Það er bara of dýrt. það sem þetta mundi fyrst og fremst lenda á er íbúðalánasjóður. íbúðalánasjóður stendur veikur fyrir og ef það ætti að fara í miklar niðurfærslur þá færi sá sjóður á hausinn," segir hann.

Kostnaðurinn muni þannig fyrst og fremst lenda á skattgreiðendum.

Bankastjórinn segist eiga eftir að sjá að almenn niðurfærsla sé til hagsbóta. „Þjóðhagslega held ég að það sé betra að reyna ná utan um vandann þar sem hann er virkilega og geta þá tekið myndarlega á því þar," segir hann. Hann seir að hættan sé sú að þetta muni nýtast fyrst og fremst þeimi sem eru með stærri lánin. Þeir muni standa betur jafnvel og hinir fá hlutfallslega minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×