Innlent

Frambjóðendur til Stjórnlagaþings á Wikipedia

Hávær krafa var um Stjórnlagaþing í búsáhaldabyltingunni. Það verður nú brátt að veruleika.
Hávær krafa var um Stjórnlagaþing í búsáhaldabyltingunni. Það verður nú brátt að veruleika.

Búið er að stofna síðu á Wikipedia þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Listinn er ekki tæmandi en þar er reynt að halda utan um nöfn þeirra sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt opinberlega. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru 70 manns á listanum, 49 karlar og 21 kona.Í hópi þeirra sem tilkynnt hafa framboð er fólk úr öllum áttum. Þannig býður Jón Valur Jensson guðfræðingur sig fram til Stjórnlagaþings, Lovísa Arnardóttir sem leggur áherslu á mannréttindi kvenna og barna, Bergvin Oddsson sem er talsmaður aukinna réttinda fyrir fatlaða og blinda, Anna Benkovic Mikaelsdóttir sem vill að landið verði eitt kjördæmi og Baldur Ágústsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.Miðað við þær upplýsingar sem koma fram á Wikipedia koma frambjóðendur flestir frá höfuðborgarsvæðinu en einnig frá Húsavík, Þorlákshöfn, Vestmannaejum og Akureyri, svo dæmi séu nefnd.Ítreka skal að listinn er ekki tæmandi og búast má við að þar bætist við fjöldi nafna á næstu dögum.Framboðsfrestur rennur út klukkan tólf á hádegi næsta mánudag. Gert er ráð fyrri að opinber framboðslisti verðu birtur 3. nóvember.Tengill:Wikipedia-síðan með framboðum til StjórnlagaþingsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.