Innlent

Sumarveiðin er 75 þúsund laxar

Orri Vigfússon
Orri Vigfússon
Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, spáir að laxveiði á stöng á Íslandi í sumar hafi numið 75 þúsund fiskum. Spáin um heildarveiðina er byggð á lokatölum sem þegar liggja fyrir úr tilteknum ám. Samsvarandi spár fyrri ára hafa ekki skeikað um meira en eitt prósent.

Orri Vigfússon, forvígismaður NASF, segir að stangveiði í hefðbundnum ám hafi tvöfaldast á tíu árum og þrefaldast ef veiðin í svokölluðum hafbeitarám sé talin með. Ástæða þessarar jákvæðu þróunar sé meðal annars uppkaup á netaveiði á laxi í sjó, aukning í því að stangveiðimenn sleppi veiddum laxi og hlýnandi veðurfar. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×