Innlent

Mótmæla hugmyndum um gjald á nettengingar

Undirskriftasíða hefur verið sett upp á Netinu þar sem hugmyndum STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar er mótmælt. Samtökin kynntu á dögunum hugmyndir um álagningargjöld á nettengingar landsmanna til þess að borga höfundaréttarhöfum fyrir tónlist sem er notuð ólöglega á Netinu.

Aðstandendur síðunnar netfrelsi.is eru ekki hrifnir af hugmyndinni og safna nú á undirskriftarlista sem afhenda á forsvarsmönnum STEFs þann 18. október næstkomandi en opið verður fyrir listann þar til á morgun. Rúmlega 2000 manns hafa þegar skráð sig á listann.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.