Innlent

Bíða með leit fram á sumar

Tf-líf Þurfti frá að hverfa.
Tf-líf Þurfti frá að hverfa.
Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hverfa frá við Hvannadalshnúk á dögunum þar sem litast var um eftir klifurlínu og öðrum hlutum sem gætu tengst þýskum fjallgöngumönnum sem hurfu á þessum slóðum árið 2007.

Aðstæður voru erfiðar og ekkert skyggni, að sögn lögreglunnar í Höfn, og verður beðið með könnunarferðir fram á næsta sumar.

Fjallgöngumenn gengu fram á klifurlínuna í vesturhlíð fjallsins í síðasta mánuði en lögregla vill ítreka að enn sé ekki hægt að slá því föstu að þessi lína tengist hvarfi fjallgöngumannanna þýsku.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×