Innlent

Deilt um skrifstofustjóra borgarstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Deilt var um stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra á fundi borgarráðs í dag.
Deilt var um stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra á fundi borgarráðs í dag.
Borgarstjóri hefur farið þess á leit við Regínu Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra, að hún taki að sér aukin verkefni og og verkstjórn fyrir hans hönd, tímabundið, meðan að unnið er að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar. Segir í tilkynningu frá borginni að með þeim breytingum sem unnð sé að sé hugsunin að fækka stjórnendum sem heyra beint undir borgarstjóra.

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir segja að með breytingu á hlutverki skrifstofustjóra borgarstjóra sé verið að búa til nýja stöðu staðgengils borgarstjóra eins og meirihluti Besta flokks og Samfylkingar lagði til á borgarráðsfundi í dag. Í bókun sem þau lögðu fram á borgarráðsfundi í dag mótmæltu þau því áformunum. Einnig var gagnrýnt að ekki stæði til að auglýsa svo mikilvæga stöðu en viðkomandi yrði æðsti embættismaður borgarinnar. Segja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna að þeir undrist að meirihlutinn hafi fellt tillögu minnihlutans þess efnis og má telja víst að í því felst brot á samþykktum borgarinnar, auk þess sem það er einnig brot á því loforði sem umræddir flokka gáfu borgarbúum í samstarfsyfirlýsingu sinni , þar sem sagt var að allar stöður yrðu auglýstar.

Í tilkynningu frá borgarstjóra segir hins vegar að ráðstöfunin sé tímabundin þar sem heildarendurskoðun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sé í gangi innan stjórnkerfisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×