Innlent

Skottur selja kynjagleraugu

Merkið er hannað af Hrafnhildi A. Jónsdóttur og Tinnu Brá Baldvinsdóttur. Þær unnu opna hönnunarsamkeppni Skottanna um barmmerki.
Merkið er hannað af Hrafnhildi A. Jónsdóttur og Tinnu Brá Baldvinsdóttur. Þær unnu opna hönnunarsamkeppni Skottanna um barmmerki.
Stígamót og Skotturnar, samstarfsvettvangur íslensku kvennahreyfingarinnar, efna til mikils söfnunarátaks sem hefst í dag.

Er átakið í kjölfar þess að loka þurfti þjónustumiðstöðvum Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins vegna niðurskurðar, en þjónusta á Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi, Borgarnesi, Akranesi og Grundarfirði lagðist af.

„Það var alveg hræðilegt að klippa á þá vinnu sem var í gangi. Við erum þegar að fara af stað aftur, treystandi á fjármagn,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

Nú stendur til að opna stofnanirnar á ný. En auk þess er stefnt að því að auka þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu með sólarhringsþjónustu, flytja Stígamót í stærra húsnæði og útbúa athvarf fyrir konur sem eru að brjótast út úr vændi.

„Það er viðurkennd þörf fyrir slíkt athvarf,“ segir Guðrún. „Þar sem útilokað er að fjármagna vinnuna á þessum tímum, munu Skottur deila henni á kvöldin og um helgar í sjálfboðavinnu.“

Skotturnar munu hefja söfnunarátakið á morgun og selja kynjagleraugnanælur fram yfir helgina á 1.000 krónur stykkið og er markmiðið að selja 17.000 nælur. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×