Innlent

Opnunartími vínveitingastaða verður styttur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð vill stytta opnunartíma vínveitingastaða, en ekki er víst að fulltrúum Besta flokksins hafi verið alvara með tillögu sinni um áfengisbann á vínveitingastöðum.
Borgarráð vill stytta opnunartíma vínveitingastaða, en ekki er víst að fulltrúum Besta flokksins hafi verið alvara með tillögu sinni um áfengisbann á vínveitingastöðum.
Meirihlutinn í borgarráði vill að opnunartími áfengisveitingastaða í miðborginni, þar sem heimilaður hefur verið lengri veitingatími áfengis um helgar, verði styttur um klukkustund í tveimur áföngum. Frá og með næstu áramótum verði opnunartíminn styttur um hálftíma, til klukkan fimm, og að sex mánuðum liðnum aftur um hálftíma, til klukkan hálffimm.

Tillagan var samþykkt og lét borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bóka að hann samþykkti tillöguna, en leggði þunga áherslu á að áfram verði unnið að betra sambýli veitingastaða og íbúa í miðborginni.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins létu þá bóka að það vanti áfengisstefnu í Reykjavíkurborg. Bentu þeir á að um bann við reykingum á vínveitingastöðum ríki almenn ánægja. Því liggi við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hafi margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×