Innlent

Ókeypis öndunarmæling í dag

Öndunarmæling er einföld rannsókn
Öndunarmæling er einföld rannsókn

Alþjóðlegur dagur öndunarmælinga er í dag. Af því tilefni verður boðið upp á ókeypis öndunarmælingar milli klukkan þrjú og fimm húsakynnum SÍBS við Síðurmúla 6 í Reykjavík. Hjúkrunarfræðingar og læknar verða á staðnum og munu veita upplýsingar og ráðgjöf.

Um 5% Íslendinga eru með astma og um 18% Íslendinga 40 ára og eldri hafa mælst með skerta öndun sem getur bent til langvinnrar lungnateppu.

Öndunarmæling er einföld rannsókn sem framkvæmd er með svokölluðum fráblástursmæli og er notuð við greiningu á lungnasjúkdómum. Með öndunarmælingu má meðal annars greina hvort fólk sem finnur fyrir einkennum frá öndunarfærum er með astma eða langvinna lungnateppu. Meðal þeirra sem hvattir eru til að fara í öndunarmælingu er fólk sem finnur fyrir einkennum frá lungum, þeir sem reykja eða hafa reykt, fólk sem er með þrálátan hósta, þeir sem finna fyrir áreynslumæði eða eru með slímuppgang frá lungum.

Árið 2010 hefur verið útnefnt ár lungna og 14.október valinn alþjóðlegur dagur öndunarmælinga af samtökum lungnalækna víða um heim. Þeir sem standa að alþjóðlegum degi öndunarmælinga á Íslandi eru:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×