Innlent

Ekkert þokast í makrílviðræðum

Tilraunir til þess að leysa makríldeiluna á milli Evrópusambandsins, Noregs, Íslands og Færeyja, hafa engan árangur borið eftir tveggja daga fundarhöld í London. Þetta kemur fram í breska ríkisútvarpinu í dag.

Fundum verður fram haldið í dag, en síðan er búist við frekari fundarhöldium á næstu mánuðum. Forsvarsmaður skoskra sjómanna segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með framvindu viðræðnanna en segir að þær hafi ekki komið sér á óvart.Það jákvæða sé að menn eru enn að ræða saman.

Makríll er verðmætasti afli skoskra sjávarútvegsfyrirtækja og hafa þeir tekið auknar veiðar Íslendinga og Færeyinga óstinnt upp, eins og fleiri Evrópuþjóðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×