Fleiri fréttir

Jussanam fær lengri frest

Dómsmálaráðuneytið hefur frestað ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Jussanam da Silva og dóttur hennar úr landi. Mæðgunum hafði verið gert að yfirgefa landið í lok þessa mánaðar.

Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram

Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni.

Enn leitað að hnífamanni í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að manni, sem rændi peningum á pitsustað við Núpalind í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi, eftir að hafa ógnað stafsmanni með eggvopni.

Ölvaður í aftanákeyrslu

Ölvaður ökumaður ók aftan á annan bíl á mótum Höfðatúns og Laugavegar rétt upp úr miðnætti, en engan í bílunum sakaði. Lögregla vistaði ökumanninn í fangageymslum í nótt og tók bíl hans í sína vörslu. Fyrr um kvöldið hafði annar ökumaður verið tekinn úr umferð, grunaður um fíkniefnaakstur.

Læknar á Akureyri áhyggjufullir

Sjúkrahúsið á Akureyri virðist ekki í stakk búið til að taka við auknum verkefnum frá örðum heilbrigðisstofnunum á Norðurlandi, sem verða að flytja frá sér verefni vegna niðurskurðar á fjárframlögum.

Byssum stolið og hleypt af skotum á Akureyri

Leit lögreglunnar á Akureyri að byssu- og skotfæraþjófum, sem skutu að minnsta kosti þremur skotum í íbúðarhverfi í bænum í fyrrinótt, hefur ekki enn borið árangur.

Sýking veldur kjúklingaskorti

Kjúklingaskortur er í verslunum á landinu sökum salmonellusýkingar sem herjaði á kjúklingabændur fyrr á þessu ári. Einnig hefur nú komið upp kamfýlóbaktersýking á búum. Ekki þarf að farga þeim fuglum eins og þeim sem sýkjast af salmonellu. Kjötið er fryst og síðan selt í verslanir.

Skref í átt að lausn á skuldavandanum

Fundur um 30 þingmanna úr öllum flokkum í þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi markar spor í þá átt að stjórnmálaflokkarnir nái saman um að taka á skuldavanda heimila og fyrir­tækja, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þarf að skila sér í aðgerðum

„Á fundinum komu fram margar athyglisverðar hugmyndir um hvernig hægt sé að vinna að þessum málum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, eftir fund með um 30 þingmönnum allra flokka í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi.

Kannabisræktandi í haldi fyrir skattsvik

Karlmaður á fertugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald á mánudag vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli, hlaut fyrr á þessu ári sex mánaða fangelsisdóm fyrir hlutdeild sína í kannabisræktun. Maðurinn er talinn tengjast meintum höfuðpaur í

Svaraði engu um stuðninginn

Ekkert fékkst upp gefið um hvort Ögmundur Jónasson, ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála, styður fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.

Starfsstúlkan fékk áfallahjálp

„Það stökk hérna inn ungur maður og ógnaði starfsstúlkunni með hníf og vildi peningana sem hann og fékk," segir Guðmundur Arnfjörð, eigandi Pizzunar í Núpalind í Kópavogi.

Grasrót VG leitar að svörum vegna skuldavandans

Markmiðið er náttúrlega augljóslega að fá einhverjar raunverulega upplýsingar um það hvernig staðan er hjá ríkisstjórninni, segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður VG í Reykjavík, um málfund sem haldinn verður á fimmtudaginn.

Allt að 1100 nýjar bækur seldar fyrir jólin

Á bilinu 900-1100 íslenskir bókatitlar eru seldir í Eymundsson á hverju ári, segir Bryndís Loftsdóttir bóksali. Hún segir að mikil aukning sé í útgáfu á barnabókum í ár.

Bölmóðurinn of mikill á Íslandi

Bölmóðurinn er of mikill, segir Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, íbúi á Árskógssandi í samtali við Vísi. Hann er einn þeirra sem hefur þurft að nýta sér úrræði stjórnvalda til að fást við skuldavanda sem hann var lentur í.

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson.

Sigríður og Helgi kjörin saksóknarar Alþingis

Alþingi hefur kosið þau Sigríði Friðjónsdóttur, vararíkissaksóknara, og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota, í embætti saksóknara og varasaksóknara Alþingis í komandi máli gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi.

Bjarni Harðar ráðinn upplýsingafulltrúi

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Bjarna Harðarson í tímabundið starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Bjarni var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hann er bóksali og fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri og blaðamaður. Á vef ráðuneytisins segir að í Bjarni hafi sem fréttamaður sérstaklega fjallað um málefni sjávarútvegs- og landbúnaðar.

„Gaman að hafa hér leðurblökur“

„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman ef við hefðum hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi.

Persónuöryggi tryggt í könnun hjá Landspítalanum

Dræm þátttaka hefur verið í könnun Landspítalans meðal starfsmanna sinna á svarfsumhverfinu. Ástæða þessa virðist vera sú að starfsmenn óttast að hægt sé að rekja svörin til þeirra persónulega og þau mögulega lagst illa í yfirmenn.

10 mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Karlmaður var í dag dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta kannabisplöntur í sölu og dreifingarskyni. 206 plöntur fundust á heimili mannsins í Hveragerði og viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa ræktað plönturnar. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt um 1,3 kíló af muldum laufblöðum og stönglum sem fundust heima hjá honum. Hann neitaði því hinsvegar staðfastlega að hafa ætlað að selja efnin og sagði þau eingöngu til eigin neyslu.

Fjárdráttur nemur þriðjungi af sóknargjöldum

Fjárdrátturinn í Hvítasunnukirkjunni nemur um þriðjungi af öllum sóknargjöldum sem safnaðarmeðlimir hafa greitt undanfarin sex ár. Fyrrverandi framkvæmdastjóri sem hefur játað fjárdráttinn, segist ekki vita hvort hann geti endurgreitt, en kirkjan krefst bóta. Honum verður fyrirgefið, segir talsmaður Hvítasunnukirkjunnar.

Maður á fertugsaldri í varðhaldi

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hefur tengsl við höfuðpaurinn í málinu sem handtekinn var í Venesúela í lok september. Alls hafa átta manns verið handteknir í tengslum við málið.

Eldsupptök á hjólbarðaverkstæðinu ókunn

Lögregla rannsakar nú eldsupptök í hjólbarðaverstæðinu Pitt-stop við Rauðhellu í Hafnarfirði í nótt, þar sem tuga milljóna króna tjón varð í eldsvoða.

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Karlmanni sem missti meðvitund í tanki við Strandgötu um hádegisbilið í gær er enn haldið sofandi. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni gjörgæslu Landspítalans við Fossvog er líðan mannsins óbreytt.

Bætist í hóp mótmælenda

Um fjörutíu og fimm manns eru nú samankomnir fyrir utan Stjórnarráðshúsið og fer þeim fjölgangi en þar var boðað til tunnumótmæla klukkan tíu í dag.

Fámenn og friðsæl mótmæli

Rúmlega tuttugu manns standa við tunnur fyrir utan Stjórnarráðshúsið og mótmæla. Lögreglan er með nokkurn viðbúnað eftir að skemmdarverk voru unnin á húsinu í nótt af ölvuðum manni.

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið

Lögreglan hefur girt af Stjórnarráðshúsið með gulum borðum vegna mótmæla sem boðað hefur verið til við húsið nú klukkan tíu. Fáir mótmælendur eru á staðnum en lögreglan er með nokkurn viðbúnað.

Tunnumótmæli að hefjast við Stjórnarráðshúsið

Boðað hefur verið til mótmæla við Stjórnarráðshúsið milli klukkan tíu og tólf undir yfirskriftinni: Tunnum ríkisstjórnina. Nokkur fjöldi mótmælenda svaf úti við Stjórnarráðshúsið í nótt til að vekja athygli á bágri stöðu fjölda fólks.

Brotist inn í Baðhúsið

Brotist var inn í líkamsræktarstöðina Baðhúsið við Brautarholt undir morgun og þaðan meðal annars stolið tölvu úr afgreiðslunni. Einnig var rótað mikið til í leit að verðmætum. Þjófurinn komst inn um glugga á bakhlið og hefur líklega farið þar út líka, en hann er ófundinn.

Mesta jafnréttið er á Íslandi

Ísland heldur efsta sætinu á jafnréttislista World Economic Forum, annað árið í röð. Samkvæmt skýrslunni er Ísland það land í heiminum þar sem mest jafnræði ríkir á milli karla og kvenna.

Árásarmannsins enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að manni, sem réðst á 16 ára stúlku í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í gær og veitti henni áverka með steini.

Síldin gengin inn á Breiðafjörð

Mikið af síld úr íslenska sumargotssíldarstofninum er nú gengin inn á Breiðafjörð og eru stórar torfur undan Grundarfirði og Stykkishólmi.

Braut rúður í Stjórnarráðshúsinu

Tæplega þrítugur karlmaður gekk berserksgang fyrir utan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu um hálftvö leitið í nótt og braut þar átta rúður með barefli.

Gríðarlegt tjón í bruna í Hafnarfirði

Gríðarlegt tjón varð þegar mikill eldur gaus upp í stórum dekkjalager á hjólbarðaverkstæðinu Pit Stop við Rauðhellu, austan við Álverið í Straumsvík laust fyrir klukkan hálf eitt í nótt.

Grunnur lagður að sameiningu fjögurra ríkisháskóla

Svo getur farið að innan nokkurra ára verði fjórir ríkisháskólar sameinaðir í einn. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sett á fót samstarfsnet skólanna, „með hugsanlega sameiningu í huga“, eins og segir í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs.

Enn einn handtekinn vegna fjársvikamáls

Karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Maðurinn er talinn tengjast málinu sem snýst um svik á virðisaukaskatti, þar sem sviknar voru út um 270 milljónir króna.

Réðust inn á heimili í Hveragerði

Fjórar manneskjur í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, frömdu húsbrot í Hveragerði í nótt. Fólkið ruddist þar inn á heimili sambýlisfólks um fimmtugt, hafði í hótunum og þóttist vera að innheimta einhverja skuld.

Sjá næstu 50 fréttir