Innlent

Eva Joly: „Mál gegn sjömenningum á heima í New York“

Sigríður Mogensen skrifar
Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara vék að máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans á blaðamannafundi um starfslok sín í dag.

Spurð hvort hún teldi að rannsóknir á efnahagshruninu hér á landi muni leiða til þess að fjármunir verði endurheimtir vísaði hún til þessa máls og sagði að þar hefði verið lögð fram há skaðabótakrafa. Deilt hefur verið um það hvort málið eigi heima fyrir dómstólum í New York og hafa hinir stefndu lagt fram frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir á næstunni. Að mati Evu Joly eru sterk rök fyrir því að málið hafi verið lagt fram í New York.

„Ég trúi því og held að lögfræðingar slitastjórnar Glitnis hafi rétt fyrir sér með að málið eigi heima fyrir dómstólum í New York, þrátt fyrir að hinir stefndu séu Íslendingar," sagði Eva Joly og vísaði m.a. til skuldabréfaútgáfu Glitnis í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×