Innlent

Kirkjan beinir athyglinni að fátækt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Næsta sunnudag er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Þjóðkirkjan tekur þátt í að vekja athygli á deginum og mun helga prédikanir sunnudagsins og fyrirbænir baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun.

„Við hjá kirkjunni verðum átakanlega vör við fátækt og þá sér í lagi í tengslum við hjálparstarf okkar," segir Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu, í tilkynningu frá Kirkjunni.

„Hér er það fyrst og fremst ráðgjöf, matargjafir, fataúthlutanir og styrkir vegna lyfja, barna, náms og annars sem við reynum að koma til þeirra sem á þurfa að halda," segir Ragnheiður Sverrisdóttir. Hún segir að kirkjan hafi einnig viljað leggja Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun lið með því að vekja athygli á fátækt á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt á sunnudaginn kemur. Prédikanir og fyrirbænir verða helgaðar deginum og kirkjuklukkum hringt lengur en venja er að loknum messum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×