Innlent

Reykjavíkurborg fær 60 milljónir frá ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg ásamt borgunum Milton Keynes á Bretlandi, Dublin á Írlandi, Rijeka í Króatíu, Open University á Bretlandi og sambandi maltneskra sveitarfélaga fengu nýlega styrk frá Evrópusambandinu til að taka þátt í samstarfsverkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu.

Verkefnið ber heitið e-government for you eða Rafrænar lausnir fyrir alla. Styrkurinn nemur í heild um 2,5 milljónum evra og fær Reykjavíkurborg tæpar 403 þúsund evrur eða ríflega 62 milljónir króna í sinn hlut á árunum 2010-2013.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að markmið EGOV4U verkefnisins sé að fá sem flesta í samfélaginu til að nýta sér tæknilegar lausnir til að eiga samskipti við opinbera aðila og nýta sér þjónustu þeirra. Í því felist að þróa lausnir og styrkja hópa sem hingað til hafa ekki tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og gera þeim kleift að nýta sér þjónustu til að mynda yfir internetið, sjónvarp, síma, farsíma og með heimsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×