Innlent

Voru á of löngum bátum

Gissur Sigurðsson skrifar
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt þrjá skipstjórnarmenn til sektar upp á 30 þúsund krónur hvern, fyrir brot á lögum um skipstjórnarréttindi.

Landhelgisgæslan stóð þá alla að brotunum í Kollsvík við Patreksfjörð í sumar, þar sem þeir stjórnuðu bátum sem voru lengri en 12 metrar, en réttindi þeirra nægðu aðeins til þess að stjórna allt að 12 metra löngum bátum. Þeir voru því á of löngum bátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×