Innlent

Japanir vilja að Xiaobo fái frelsi

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans.
Naoto Kan, forsætisráðherra Japans.

Japanir hafa nú tekið upp hanskann fyrir Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels sem situr í kínversku fangelsi fyrir pólitískar skoðanir sínar. Forsætisráðherra Japan, Naoto Kan, sagði í gær að það væri "eftirsóknarvert" að Kínverjar létu Xiaobo lausan.

Kínverjar hafa brugðist ókvæða við öllum hvatningum þess efnis að Xioaobo verði sleppt og hafa varað Norðmenn við afleiðingum ákvörðunar Nóbelsnefndarinnar en verðlaunin eru veitt í Osló.

Japanski forsætisráðherrann var spurður út í málið á þingi og þar sagðist hann á þeirri skoðun að mannréttindi væru algild réttindi hvar sem er í heiminum, líka í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×