Innlent

Álfheiður vill að ÁTVR heyri undir heilbrigðisráðherra

Álfheiður Ingadóttir, þingkona VG, vill að Áfengis og tóbaksverslun ríkisins heyri í framtíðinni undir heilbrigðisráðuneytið en ekki fjármálaráðuneytið eins og nú er. Vísar hún til lýðheilsusjónarmiða í því sambandi.

Þetta kom fram í máli Álfheiðar þegar rætt var um frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum í dag. Í lok máls síns sagði Álfheiður: „Að lokum vil ég leggja til að með tilliti til lýðheilsusjónarmiða þá verði Áfengis og tóbaksverslun ríkisins flutt frá fjármálaráðuneyti til heilbrigðisráðuneytis."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×