Innlent

Heitavatnslaust á Akranesi í kvöld

Akranes.
Akranes.

Í dag, 14. október, verður unnið að viðgerð á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur sem liggur frá Deildartungu niður á Akranes.

Verið er að skipta um stálstykki í steyptri festu sem er á Lambhaganesi, sem er miðsvegar á milli Akranes og Borgarness, nánar tiltekið við þéttbýlið við Grundartanga.

Vegna þessarar vinnu má búast við lágum þrýsting á heita vatninu á Akranesi fram eftir degi, en frá kl. 18:00 og fram eftir kvöldi má búast við Akranes verði heitavatnslaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×