Innlent

Fjöldi handtekinn vegna ólöglegra lyfja

Lyf gerð upptæk á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi.
Lyf gerð upptæk á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi.

Tollgæslan á Íslandi tók þátt í alþjóðlegri aðgerð sem miðaði að því að uppræta sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu og voru póst og hraðsendingar undir sérstöku eftirliti á meðan á aðgerðinni stóð.

Hundruð heimasíðna var lokað í aðgerðinni, mikið magn ólöglegra lyfja gert upptækt og fjöldi einstaklinga handteknir samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Tollsins.

Interpol hefur gefið út fréttatilkynningu vegna aðgerðarinnar sem er kölluð „Operation Pangea III."

Jafnhliða þessari aðgerð hefur Interpol gefið út seríu af stuttum You Tube myndböndum sem ber heitið "Don't Be Your Own Killer" en þar eru mjög sláandi dæmi um skelfilegar afleiðingar lyfjakaupa á netinu.

Tollurinn mælir eindregið með því að fólk horfi á myndbönd sem er að finna neðst í fréttatilkynningunni.

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×