Innlent

Eitt af hverjum fimm heimilum yfirveðsett

Mörg heimili eru skuldsett langt umfram fasteignamat eignar. fréttablaðið/vilhelm
Mörg heimili eru skuldsett langt umfram fasteignamat eignar. fréttablaðið/vilhelm
Miðað við álagningarskrá 2010 eru heildarskuldir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna.

Langflestir eru þannig settir að skuldir vegna íbúðarkaupa eru lægri en fasteignamat viðkomandi eignar. Í um tuttugu prósentum tilvika er veðsetningarhlutfallið hins vegar hærra en fasteignamat. Svo háttar til um skuldir sem nema samtals 519 milljörðum króna.

Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem lagðar hafa verið fram í samráðsferli stjórnmálanna og hagsmunaaðila um lausn á skuldavanda heimilanna.

Á þeim sést að hjá 1.360 heimilum er skuldahlutfallið meira en 200 prósentum umfram fasteignamat. Í þeim tilvikum nema skuldirnar samtals 49 milljörðum króna, eða rúmlega 36 milljónum á heimili. Sé litið til þeirra sem búa við skuldahlutfall á bilinu 100 til 110 prósent yfir fasteignamati er meðalskuldin tæplega 22 miljónir króna.

bjorn@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×