Innlent

Reykkafarar fóru inn í brennandi húsið

 Eldsvoði á Marbakkabraut.
Eldsvoði á Marbakkabraut. Mynd / Pjetur

Tveir reykkafarar fóru inn í einbýlishúsið á Marbakkabraut í Kópavogi vegna eldsvoða.

Tilgangurinn var að ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Vísis sem er á vettvangi reyndist húsið mannlaust.

Slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins en mikinn reyk leggur frá húsinu. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang.

Nálæg hús eru ekki í hættu.


Tengdar fréttir

Eldsvoði í Kópavogi

Talsverðan eld leggur frá húsi á Marbakkabraut í Kópavogi. Slökkviliðið er komið á vettvang. Eldurinn er í einbýlishúsi en samkvæmt fréttamanni fréttastofunnar eru nærliggjandi hús ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×