Innlent

Skúta til Reykjavíkur eftir að hafa siglt umhverfis Norðurpólinn

Rússneska seglskútan "Pétur fyrsti" lagðist að Miðbakka Reykjavíkurhafnar í upphafi vikunnar eftir frækilega för umhverfis Norðurpólinn á mettíma. Pétur fyrsti var að koma frá Nanartalik á Grænlandi en ferðin lá í gegnum Norðvestur svæðið, norður af Kanada.

Í frétt um málið á vefsíðu Faxaflóahafna segir að á vordögum hóf skútan ferðina með því að sigla Norðaustur leiðina, norður af Rússlandi, yfir í Kyrrahafið og þaðan lá leiðin að strönd Alaska og síðan var siglt fyrir norðan Kanada. Samkvæmt frétt frá áhöfn hefur ferðin aðeins tekið eitt sumar og ekki var þörf á aðstoð frá ísbjótum.

Skipstjórinn á Pétri fyrsta heitir Caniil Gavrilov og með honum í áhöfn eru 8 manns. Ferðinni héðan er heitið til St Péturborgar þar sem ferðin hófst 4. júní í sumar. Skútan er 30 brúttótonn að stærð og 18 metra löng með heimahöfn í St Pétursborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×