Fleiri fréttir Litháarnir áfram í varðahaldi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fimm Litháum. Þeir hafa verið í haldi vegna mansalsmálsins á Suðurnesjum. Mennirnir verða í haldi til annars desember. Lögreglan segir rannsókn málsins miða vel. 17.11.2009 19:04 Bílskúrsfúskurum hefur fjölgað Hvers konar fúsk í kringum bílaviðgerðir hefur aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins. Bílskúrsviðgerðarmenn hafa sprottið upp eins og gorkúlur en viðgerðirnar skila sjaldan tilætluðum árangri. Fjölmörg dæmi eru um hálf bremsulausa bíla í umferðinni vegna þessa. 17.11.2009 18:58 Stjórnin sögð keyra Icesave í gegnum Alþingi Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina í dag um að reyna keyra Icesave frumvarpið í gegnum Alþingi. Fjárlaganefnd lauk sinni umfjöllun um frumvarpið í gær þrátt fyrir mótmæli minnihlutans. 17.11.2009 18:48 Dregur úr reykingum landsmanna Dregið hefur úr reykingum landsmanna um helming síðustu tuttugu ár samkvæmt nýrri könnun sem Lýðheilsustöð lét gera. Tæpur þriðjungur landsmanna reykti árið 1989, en um fimmtán prósent nú. Einnig hefur dregið úr reykingum það sem af er ári. Lítill munur mælist á kynjunum í þessum efnum. 17.11.2009 18:42 Dýpkun Landeyjahafnar fyrsta glætan Ríkisstjórninni hefur enn ekki tekist að hleypa neinum nýjum framkvæmdum í gang í landinu eftir að hún tók við völdum. Fyrstu merki um að kyrrstaðan sé að rofna sjást nú með útboði á lokaáföngum Landeyjahafnar. 17.11.2009 18:38 Leikskólasvið borgarinnar þarf að spara hálfan milljarð Hugmyndir eru um að leggja niður 35 þúsund króna greiðsla til foreldra sem eru heima með ung börn eftir að fæðingarorlofi lýkur, svonefnda Þjónustutryggingu. 17.11.2009 18:36 Drengurinn verður í umsjá ömmu sinnar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að níu ára drengur sem til stóð að senda í fóstur út á land í síðustu viku verði í umsjá ömmu sinnar Helgu Elísdóttur þar til forsjármál móður hans verður tekið fyrir hjá dómstólum í janúar næstkomandi. 17.11.2009 17:39 Nýsköpunarmessa HÍ á morgun Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer fram á Háskólatorgi á morgun milli klukkan þrjú og sex. Þá verða ýmis sprotafyrirtæki sem eiga rætur sínar að rekja til HÍ með örkynningar auk þess sem þau kynna starfsemi sína á kynningarbásum á torginu. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands verða einnig veitt. 17.11.2009 17:02 21 býður sig fram hjá Framsókn í Reykjavík 21 býður sig fram á framboðslista Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna 29. maí 2010. Valið fer fram á kjörfundi 28. nóvember á Hótel Loftleiðum. 17.11.2009 17:01 Forsætisráðherra Hollands svaraði Jóhönnu Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur svarbréf við bréfi sem hún sendi henni þann 28. ágúst síðastliðinn vegna Icesave deilunnar. Í bréfi sínu bað Jóhanna 17.11.2009 16:32 Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður á Akureyri hlaut í dag fangelsisdóm fyrir ýmis brot. 17.11.2009 15:44 Sex mánaða skilorð fyrir líkamsárás Nítján ára gamalla piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa lamið dyravörð ítrekað í andlitið og veitt honum hnéspark í kvið á skemmtistaðnum Valaskjálf á Egilsstöðum í apríl síðastliðnum. 17.11.2009 15:05 Nýtum hugsanlega bara hluta af lánum frá Norðurlöndum Til greina kemur að ríkisstjórnin nýti aðeins hluta af því láni sem Íslendingum stendur til boða frá Norðurlöndunum. Norrænu ríkin ætla lána Íslendingum 2,5 milljarða bandaríkjadala. Lánið verður afgreitt í fjórum hlutum sem eru bundnir við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsáætlun Íslands. 17.11.2009 13:52 Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17.11.2009 13:22 Vonast eftir því að önnur umræða klárist í þessari viku Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann telji líklegt að Alþingi nái að afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í þessari viku. 17.11.2009 12:13 Skipa þingnefnd til að taka við niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingi mun skipa þingmannanefnd sem mun taka fyrir og vinna úr niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd muni leggja fram frumvarp um nefndina á allra næstu dögum. Hún gerir ráð fyrir að nefndin verði skipuð fyrir jól. 17.11.2009 12:07 Engar vísbendingar um saknæmt athæfi Maðurinn sem féll fram af svölum á þriðju hæð í Grafarholti í nótt er handleggs- og kjálkabrotinn en er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Hann er ekki kominn til meðvitundar. Maðurinn er á þrítugsaldri og enn er óljóst hvað varð til þess að hann féll fram af svölunum. 17.11.2009 11:27 Lögreglan varar fólk við að skilja bíla eftir bensínlausa Það er heldur óskemmtileg reynsla að verða bensínlaus á miðri leið þegar farið er á milli staða. Sérstaklega á þetta við þegar slíkt kemur upp á stofnbrautum en þá er beinlínis hætta á ferðum, ekki síst í skammdeginu. 17.11.2009 10:53 Sauðfjárbændur mótmæla afnámi niðurgreiðslu refaveiða Landssamtök sauðfjárbænda mótmæla því harðlega að ríkið hætti að niðurgreiða refaveiðar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að gangi það eftir sé hætta á því að sveitarfélög muni ekki lengur standa fyrir skipulögðum refaveiðum. 17.11.2009 10:44 Þungt haldinn eftir fall Maður liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fallið úr nokkurri hæð af húsi í Grafarholti í nótt. Óljóst er um málavöxtu og verst lögregla allra frétta af málinu. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri og liggur hann á gjörgæslu Landspítalans. 17.11.2009 09:14 Misheppnuð innbrotstilraun í Breiðholti Innbrotsþjófur gerði tilraun til þess að brjótast inn á heimili í Seljahverfi í nótt. Hann reyndi að spenna upp glugga á húsinu en þurfti frá að hverfa sökum þess hve vel var gengið frá gluggum og hespum. Þá var brotist inn í bíl í Fellunum í Breiðholti í nótt en lögregla hefur ekki upplýsingar um hverju var stolið. 17.11.2009 07:37 Vill innlenda orkugjafa „Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafnateygjunni svokölluðu. 17.11.2009 06:00 Atvinnumissir unnustu er mögulega orsök árásarinnar Fórnarlamb skotárásar í Breiðholti talið hafa sagt unnustu árásarmanns upp störfum. Árásarmaðurinn bankaði upp á á heimili mannsins um hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Konan var látin laus undir kvöld í gær. Afbrotafræðingur 17.11.2009 06:00 Hrædd um börnin á leiðinni í bótaviðtöl „Börnin mín fara ekki að drepa sig hérna til þess eins að fá bætur,“ segir Soffía Nönnudóttir, móðir þriggja stálpaðra ungmenna á Þingeyri. Hún er afar ósátt við kröfur Vinnumálastofnunar um að atvinnulaus börn hennar sæki reglulega fundi og námskeið á Ísafirði til að halda bótum. Það kalli á að þau fari akandi yfir Gemlufallsheiðina sem á þessum árstíma geti verið glerhál og stórhættuleg. 17.11.2009 06:00 Lögreglumenn sæti vopnaleit í Leifsstöð Ósamræmi er milli þess sem flugmálastjórn segir um það hverjir eiga að vera undanþegnir öryggisleit í Leifsstöð og þess sem Keflavíkurflugvöllur ohf. segir vera sína starfsvenju. 17.11.2009 05:45 Leysa einungis úr ágreiningsmálum Persónuvernd hefur hafnað því að úrskurða um lögmæti kortavefsjár sem opin var á vefsíðu Kópavogsbæjar. Ástæðan er sú að vefsjánni var lokað eftir að íbúi í bænum kærði hana til Persónuverndar. 17.11.2009 05:30 Hafa lagað sig að lífi á bótum Atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára hafa mörg hver aðlagað sig því líferni að vera á bótum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rýnihópagreiningar sem kynnt var á fundi norrænna atvinnumálaráðherra sem fram fór í Reykjavík í síðustu viku. Kannaðar voru aðstæður og viðhorf í fimm hópum, þremur í Reykjavík og tveimur á Suðurnesjum. Í greiningunni kemur fram að í mörgum tilvikum búi ungmennin í foreldrahúsum, hafi snúið sólarhringnum við og hafi hvorki áhuga á skóla né vinnu. 17.11.2009 05:30 Atvinnuleysisbætur lækki hjá fólki undir 25 ára aldri Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. 17.11.2009 05:15 Brennisteinsvetni mælist yfir mörkum Hæstu toppar brennisteinsvetnismengunar í Hveragerði fara yfir heilsuverndarviðmið Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), en sólarhringsmeðaltal er töluvert undir þeim viðmiðum. Þetta kemur fram í mælingum Umhverfisstofnunar. Engin viðmið eru til hér á landi um þessa mengun, en þau eru í vinnslu í umhverfisráðuneytinu. 17.11.2009 05:15 Líkur á að mein í lungum greinst fyrr „Líkur benda til að greina megi lungnakrabbamein fyrr og á lægra stigi en algengast er nú. Rannsóknir á notkun tölvusneiðmyndatækni til skimunar skera úr um það en niðurstaðna úr þeim er að vænta innan fárra missera. Slík tækni er fyrir hendi hér á landi,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans. 17.11.2009 04:45 Finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir „Ég vil ekki halda því fram að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi farið með staðlausa stafi. Mér fannst hann skauta létt yfir þessa tengingu en hann verður að bera ábyrgð á því sjálfur,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær. 17.11.2009 04:45 Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. 17.11.2009 04:30 Hörpudiskur enn í lágmarki Hörpudisksstofninn í Breiðafirði er enn í lágmarki, miðað við útkomu árlegrar mælingar Hafrannsóknastofnunar. Mælingarnar voru gerðar á Dröfn RE dagana seint í október. 17.11.2009 04:15 Læknar kvilla mannfólksins „Ég hef verið mjög upptekin en spái í að hafa opið hús á laugardag,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Villimey á Tálknafirði. Aðalbjörg er jafnframt einn af fjölmörgum talsmönnum Alþjóðlegu athafnavikunnar. 17.11.2009 04:15 Áhrif kreppu á velferðarríkið Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur í dag fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Hvað er kreppa? Fyrirlestur Guðmundar ber titilinn Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi. 17.11.2009 04:00 Málþing um mansal eftir leiksýningu Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Málþingið fer fram að lokinni sýningu á leikritinu Lilju. Leikritið byggir á sannsögulegu kvikmyndinni Lilja 4-ever og segir frá örlögum sextán ára stúlku frá Litháen sem seld var mansali í kynlífsiðnað til Svíþjóðar. 17.11.2009 04:00 Fái 32 milljónir fyrir vegstæðið Eigendur jarðarinnar Miðfells við Þingvallavatn eiga að fá 32 milljónir króna vegna eignarnáms á samtals 13,45 hekturum lands undir vegstæði nýs Lyngdalsheiðarvegar. 17.11.2009 03:45 23.000 tonn veidd af norsk-íslenskri síld Íslensk skip veiddu 11.127 tonn af norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu í októbermánuði. Auk þess veiddu þau 12.035 tonn í síldarsmugunni. 17.11.2009 03:45 Íslenskur skóli tekur þátt Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þess að taka, í samstarfi við Nýherja, þátt í afmælishátíð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í Bandaríkjunum, sem haldin er í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir liðin frá því að maður steig fyrst fæti á tunglið. 17.11.2009 03:45 Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans var afgreitt úr fjárlaganefnd Alþingis í kvöld með atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Varaformaður nefndarinnar á von á því að frumvarpið verði lagt fram sem þingmál á morgun. 16.11.2009 20:27 Vigdís veitti verðlaun á degi íslenskrar tungu Hátt í sjötíu grunnskólanemar í Reykjavík tóku við íslenskuverðlaunum menntaráðs við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag á degi íslenskrar tungu. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, en markmið þeirra er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. 16.11.2009 23:26 Fækkun farsímamastra gæti aukið geislun Geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi geislun á almenning frá fjarskiptamöstrum á almannafæri. Niðurstaða þeirra er að ekki hafi verið færð fyrir því gild vísindaleg rök að þessi geislun, eins og hún er nú í venjulegu umhverfi fólks, hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif. Stofnanirnar telja þó að fækkun farsímamastra gæti aukið geislun á almenning. Þetta kemur fram á vef Geislavarna ríkisins. 16.11.2009 21:41 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16.11.2009 19:30 Þrettán félög sóttu um olíuleit við Grænland Gríðarlegur áhugi er fyrir olíuleit við Grænland og sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að fá að taka þátt í forvali vegna olíuleitarútboðs við vesturströnd landsins á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á olíuleit við Austur-Grænland árið 2012 en líklegt er að hún kalli á mikla þjónustu frá Íslandi. 16.11.2009 19:09 Vill bókina úr búðum Helga Kress, fyrrverandi prófessor í bókmenntafræði, krefst þess að rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson, og fyrrverandi eiginmaður hennar, láti innkalla upplag nýjustu skáldsögu sinnar, sem komin er í verslanir. 16.11.2009 19:03 Sjá næstu 50 fréttir
Litháarnir áfram í varðahaldi Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fimm Litháum. Þeir hafa verið í haldi vegna mansalsmálsins á Suðurnesjum. Mennirnir verða í haldi til annars desember. Lögreglan segir rannsókn málsins miða vel. 17.11.2009 19:04
Bílskúrsfúskurum hefur fjölgað Hvers konar fúsk í kringum bílaviðgerðir hefur aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins. Bílskúrsviðgerðarmenn hafa sprottið upp eins og gorkúlur en viðgerðirnar skila sjaldan tilætluðum árangri. Fjölmörg dæmi eru um hálf bremsulausa bíla í umferðinni vegna þessa. 17.11.2009 18:58
Stjórnin sögð keyra Icesave í gegnum Alþingi Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina í dag um að reyna keyra Icesave frumvarpið í gegnum Alþingi. Fjárlaganefnd lauk sinni umfjöllun um frumvarpið í gær þrátt fyrir mótmæli minnihlutans. 17.11.2009 18:48
Dregur úr reykingum landsmanna Dregið hefur úr reykingum landsmanna um helming síðustu tuttugu ár samkvæmt nýrri könnun sem Lýðheilsustöð lét gera. Tæpur þriðjungur landsmanna reykti árið 1989, en um fimmtán prósent nú. Einnig hefur dregið úr reykingum það sem af er ári. Lítill munur mælist á kynjunum í þessum efnum. 17.11.2009 18:42
Dýpkun Landeyjahafnar fyrsta glætan Ríkisstjórninni hefur enn ekki tekist að hleypa neinum nýjum framkvæmdum í gang í landinu eftir að hún tók við völdum. Fyrstu merki um að kyrrstaðan sé að rofna sjást nú með útboði á lokaáföngum Landeyjahafnar. 17.11.2009 18:38
Leikskólasvið borgarinnar þarf að spara hálfan milljarð Hugmyndir eru um að leggja niður 35 þúsund króna greiðsla til foreldra sem eru heima með ung börn eftir að fæðingarorlofi lýkur, svonefnda Þjónustutryggingu. 17.11.2009 18:36
Drengurinn verður í umsjá ömmu sinnar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að níu ára drengur sem til stóð að senda í fóstur út á land í síðustu viku verði í umsjá ömmu sinnar Helgu Elísdóttur þar til forsjármál móður hans verður tekið fyrir hjá dómstólum í janúar næstkomandi. 17.11.2009 17:39
Nýsköpunarmessa HÍ á morgun Nýsköpunarmessa Háskóla Íslands fer fram á Háskólatorgi á morgun milli klukkan þrjú og sex. Þá verða ýmis sprotafyrirtæki sem eiga rætur sínar að rekja til HÍ með örkynningar auk þess sem þau kynna starfsemi sína á kynningarbásum á torginu. Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands verða einnig veitt. 17.11.2009 17:02
21 býður sig fram hjá Framsókn í Reykjavík 21 býður sig fram á framboðslista Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna 29. maí 2010. Valið fer fram á kjörfundi 28. nóvember á Hótel Loftleiðum. 17.11.2009 17:01
Forsætisráðherra Hollands svaraði Jóhönnu Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur svarbréf við bréfi sem hún sendi henni þann 28. ágúst síðastliðinn vegna Icesave deilunnar. Í bréfi sínu bað Jóhanna 17.11.2009 16:32
Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður á Akureyri hlaut í dag fangelsisdóm fyrir ýmis brot. 17.11.2009 15:44
Sex mánaða skilorð fyrir líkamsárás Nítján ára gamalla piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa lamið dyravörð ítrekað í andlitið og veitt honum hnéspark í kvið á skemmtistaðnum Valaskjálf á Egilsstöðum í apríl síðastliðnum. 17.11.2009 15:05
Nýtum hugsanlega bara hluta af lánum frá Norðurlöndum Til greina kemur að ríkisstjórnin nýti aðeins hluta af því láni sem Íslendingum stendur til boða frá Norðurlöndunum. Norrænu ríkin ætla lána Íslendingum 2,5 milljarða bandaríkjadala. Lánið verður afgreitt í fjórum hlutum sem eru bundnir við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsáætlun Íslands. 17.11.2009 13:52
Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17.11.2009 13:22
Vonast eftir því að önnur umræða klárist í þessari viku Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann telji líklegt að Alþingi nái að afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar í þessari viku. 17.11.2009 12:13
Skipa þingnefnd til að taka við niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingi mun skipa þingmannanefnd sem mun taka fyrir og vinna úr niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd muni leggja fram frumvarp um nefndina á allra næstu dögum. Hún gerir ráð fyrir að nefndin verði skipuð fyrir jól. 17.11.2009 12:07
Engar vísbendingar um saknæmt athæfi Maðurinn sem féll fram af svölum á þriðju hæð í Grafarholti í nótt er handleggs- og kjálkabrotinn en er ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Hann er ekki kominn til meðvitundar. Maðurinn er á þrítugsaldri og enn er óljóst hvað varð til þess að hann féll fram af svölunum. 17.11.2009 11:27
Lögreglan varar fólk við að skilja bíla eftir bensínlausa Það er heldur óskemmtileg reynsla að verða bensínlaus á miðri leið þegar farið er á milli staða. Sérstaklega á þetta við þegar slíkt kemur upp á stofnbrautum en þá er beinlínis hætta á ferðum, ekki síst í skammdeginu. 17.11.2009 10:53
Sauðfjárbændur mótmæla afnámi niðurgreiðslu refaveiða Landssamtök sauðfjárbænda mótmæla því harðlega að ríkið hætti að niðurgreiða refaveiðar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að gangi það eftir sé hætta á því að sveitarfélög muni ekki lengur standa fyrir skipulögðum refaveiðum. 17.11.2009 10:44
Þungt haldinn eftir fall Maður liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fallið úr nokkurri hæð af húsi í Grafarholti í nótt. Óljóst er um málavöxtu og verst lögregla allra frétta af málinu. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri og liggur hann á gjörgæslu Landspítalans. 17.11.2009 09:14
Misheppnuð innbrotstilraun í Breiðholti Innbrotsþjófur gerði tilraun til þess að brjótast inn á heimili í Seljahverfi í nótt. Hann reyndi að spenna upp glugga á húsinu en þurfti frá að hverfa sökum þess hve vel var gengið frá gluggum og hespum. Þá var brotist inn í bíl í Fellunum í Breiðholti í nótt en lögregla hefur ekki upplýsingar um hverju var stolið. 17.11.2009 07:37
Vill innlenda orkugjafa „Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafnateygjunni svokölluðu. 17.11.2009 06:00
Atvinnumissir unnustu er mögulega orsök árásarinnar Fórnarlamb skotárásar í Breiðholti talið hafa sagt unnustu árásarmanns upp störfum. Árásarmaðurinn bankaði upp á á heimili mannsins um hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Konan var látin laus undir kvöld í gær. Afbrotafræðingur 17.11.2009 06:00
Hrædd um börnin á leiðinni í bótaviðtöl „Börnin mín fara ekki að drepa sig hérna til þess eins að fá bætur,“ segir Soffía Nönnudóttir, móðir þriggja stálpaðra ungmenna á Þingeyri. Hún er afar ósátt við kröfur Vinnumálastofnunar um að atvinnulaus börn hennar sæki reglulega fundi og námskeið á Ísafirði til að halda bótum. Það kalli á að þau fari akandi yfir Gemlufallsheiðina sem á þessum árstíma geti verið glerhál og stórhættuleg. 17.11.2009 06:00
Lögreglumenn sæti vopnaleit í Leifsstöð Ósamræmi er milli þess sem flugmálastjórn segir um það hverjir eiga að vera undanþegnir öryggisleit í Leifsstöð og þess sem Keflavíkurflugvöllur ohf. segir vera sína starfsvenju. 17.11.2009 05:45
Leysa einungis úr ágreiningsmálum Persónuvernd hefur hafnað því að úrskurða um lögmæti kortavefsjár sem opin var á vefsíðu Kópavogsbæjar. Ástæðan er sú að vefsjánni var lokað eftir að íbúi í bænum kærði hana til Persónuverndar. 17.11.2009 05:30
Hafa lagað sig að lífi á bótum Atvinnulaus ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára hafa mörg hver aðlagað sig því líferni að vera á bótum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rýnihópagreiningar sem kynnt var á fundi norrænna atvinnumálaráðherra sem fram fór í Reykjavík í síðustu viku. Kannaðar voru aðstæður og viðhorf í fimm hópum, þremur í Reykjavík og tveimur á Suðurnesjum. Í greiningunni kemur fram að í mörgum tilvikum búi ungmennin í foreldrahúsum, hafi snúið sólarhringnum við og hafi hvorki áhuga á skóla né vinnu. 17.11.2009 05:30
Atvinnuleysisbætur lækki hjá fólki undir 25 ára aldri Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. 17.11.2009 05:15
Brennisteinsvetni mælist yfir mörkum Hæstu toppar brennisteinsvetnismengunar í Hveragerði fara yfir heilsuverndarviðmið Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), en sólarhringsmeðaltal er töluvert undir þeim viðmiðum. Þetta kemur fram í mælingum Umhverfisstofnunar. Engin viðmið eru til hér á landi um þessa mengun, en þau eru í vinnslu í umhverfisráðuneytinu. 17.11.2009 05:15
Líkur á að mein í lungum greinst fyrr „Líkur benda til að greina megi lungnakrabbamein fyrr og á lægra stigi en algengast er nú. Rannsóknir á notkun tölvusneiðmyndatækni til skimunar skera úr um það en niðurstaðna úr þeim er að vænta innan fárra missera. Slík tækni er fyrir hendi hér á landi,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans. 17.11.2009 04:45
Finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir „Ég vil ekki halda því fram að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi farið með staðlausa stafi. Mér fannst hann skauta létt yfir þessa tengingu en hann verður að bera ábyrgð á því sjálfur,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær. 17.11.2009 04:45
Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. 17.11.2009 04:30
Hörpudiskur enn í lágmarki Hörpudisksstofninn í Breiðafirði er enn í lágmarki, miðað við útkomu árlegrar mælingar Hafrannsóknastofnunar. Mælingarnar voru gerðar á Dröfn RE dagana seint í október. 17.11.2009 04:15
Læknar kvilla mannfólksins „Ég hef verið mjög upptekin en spái í að hafa opið hús á laugardag,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Villimey á Tálknafirði. Aðalbjörg er jafnframt einn af fjölmörgum talsmönnum Alþjóðlegu athafnavikunnar. 17.11.2009 04:15
Áhrif kreppu á velferðarríkið Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur í dag fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Hvað er kreppa? Fyrirlestur Guðmundar ber titilinn Velferðarríkið og efnahagskreppur á Íslandi. 17.11.2009 04:00
Málþing um mansal eftir leiksýningu Leikfélag Akureyrar stendur fyrir málþingi um mansal í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Málþingið fer fram að lokinni sýningu á leikritinu Lilju. Leikritið byggir á sannsögulegu kvikmyndinni Lilja 4-ever og segir frá örlögum sextán ára stúlku frá Litháen sem seld var mansali í kynlífsiðnað til Svíþjóðar. 17.11.2009 04:00
Fái 32 milljónir fyrir vegstæðið Eigendur jarðarinnar Miðfells við Þingvallavatn eiga að fá 32 milljónir króna vegna eignarnáms á samtals 13,45 hekturum lands undir vegstæði nýs Lyngdalsheiðarvegar. 17.11.2009 03:45
23.000 tonn veidd af norsk-íslenskri síld Íslensk skip veiddu 11.127 tonn af norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu í októbermánuði. Auk þess veiddu þau 12.035 tonn í síldarsmugunni. 17.11.2009 03:45
Íslenskur skóli tekur þátt Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur verið valinn til þess að taka, í samstarfi við Nýherja, þátt í afmælishátíð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í Bandaríkjunum, sem haldin er í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir liðin frá því að maður steig fyrst fæti á tunglið. 17.11.2009 03:45
Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans var afgreitt úr fjárlaganefnd Alþingis í kvöld með atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Varaformaður nefndarinnar á von á því að frumvarpið verði lagt fram sem þingmál á morgun. 16.11.2009 20:27
Vigdís veitti verðlaun á degi íslenskrar tungu Hátt í sjötíu grunnskólanemar í Reykjavík tóku við íslenskuverðlaunum menntaráðs við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag á degi íslenskrar tungu. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, en markmið þeirra er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. 16.11.2009 23:26
Fækkun farsímamastra gæti aukið geislun Geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi geislun á almenning frá fjarskiptamöstrum á almannafæri. Niðurstaða þeirra er að ekki hafi verið færð fyrir því gild vísindaleg rök að þessi geislun, eins og hún er nú í venjulegu umhverfi fólks, hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif. Stofnanirnar telja þó að fækkun farsímamastra gæti aukið geislun á almenning. Þetta kemur fram á vef Geislavarna ríkisins. 16.11.2009 21:41
Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16.11.2009 19:30
Þrettán félög sóttu um olíuleit við Grænland Gríðarlegur áhugi er fyrir olíuleit við Grænland og sóttu þrettán alþjóðleg olíufélög um að fá að taka þátt í forvali vegna olíuleitarútboðs við vesturströnd landsins á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna á olíuleit við Austur-Grænland árið 2012 en líklegt er að hún kalli á mikla þjónustu frá Íslandi. 16.11.2009 19:09
Vill bókina úr búðum Helga Kress, fyrrverandi prófessor í bókmenntafræði, krefst þess að rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson, og fyrrverandi eiginmaður hennar, láti innkalla upplag nýjustu skáldsögu sinnar, sem komin er í verslanir. 16.11.2009 19:03