Innlent

Nýtum hugsanlega bara hluta af lánum frá Norðurlöndum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að mögulega verði aðeins hluti af lánunum nýtt. Mynd/ Anton.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að mögulega verði aðeins hluti af lánunum nýtt. Mynd/ Anton.
Til greina kemur að ríkisstjórnin nýti aðeins hluta af því láni sem Íslendingum stendur til boða frá Norðurlöndunum. Norrænu ríkin ætla lána Íslendingum 2,5 milljarða bandaríkjadala. Lánið verður afgreitt í fjórum hlutum sem eru bundnir við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsáætlun Íslands.

Við fyrstu endurskoðun sem fór fram í lok síðasta mánaðar fengu Íslendingar aðgang rúmum 600 milljónum bandaríkjadala. Ekki liggur fyrir hvort það lán verði nýtt til fulls.

„Við eigum bara eftir að taka þau. Spurningin er hvort það verður tekinn fullur skammtur, lágmarksupphæð eða eitthvað þar á milli. Við höfum val um það hvernig við nýtum lánið og þetta er ákvörðun sem Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið taka í sameiningu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Steingrímur benti ennfremur á að ekki væri brýn þörf fyrir gjaldeyri í landinu eins og sakir standa. Lántaka umfram þörf auki einungis vaxtakostnað ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×