Innlent

Sex mánaða skilorð fyrir líkamsárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nítján ára gamalla piltur var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa lamið dyravörð ítrekað í andlitið og veitt honum hnéspark í kvið á skemmtistaðnum Valaskjálf á Egilsstöðum í apríl síðastliðnum.

Pilturinn hafði verið að skemmta sér á veitingastaðnum þegar að hann réðst á dyravörðinn. Hann hugðist snúa aftur inn á staðinn til að sækja yfirhöfn sína en var meinaður aðgangur. Réðst hann þá á dyravörðinn. Pilturinn var á skilorði þegar brotið var framið en þar sem hann hafði ekki náð 18 ára aldri þegar að hann framdi það brot hafði dómurinn ekki ítrekunaráhrif við refsiákvörðun í þessu máli.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×