Innlent

23.000 tonn veidd af norsk-íslenskri síld

Íslensk skip veiddu 11.127 tonn af norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu í októbermánuði. Auk þess veiddu þau 12.035 tonn í síldarsmugunni.

Fyrsta aflanum úr norsk-íslenska síldarstofninum í norskri lögsögu var landað 13. október og hófust veiðar tæpum mánuði síðar í ár en í fyrra.

Íslensk skip hafa 44.362 tonna síldarkvóta úr norskri lögsögu þetta árið, sem er um 8 prósenta aukning frá síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×